Browsing Category

Sjónvarp

Sjónvarp

Haustið og veturinn í Sjónvarpi Símans

01/09/2017 • By

Við erum endurnærð eftir sumarið og förum full tilhlökkunar inn í sjónvarpsveturinn sem fram undan er. Fjölmargir gamlir vinir snúa aftur á skjáinn, ný andlit bætast við ásamt því að við kynnum glænýja íslenska þáttaröð sem verður frumsýnd í nóvember. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans Premium, úrvalið hefur aldrei verið meira en yfir 7.000 klukkustundir bíða þín.

Yfir 40 þættir verða í forsýningum í Sjónvarpi Símans Premium, sem þýðir að þeir koma inn daginn eftir að þeir eru sýndir erlendis. Af öllu þessu frábæra sjónvarpsefni mætti til dæmis nefna :

Stella Blómkvist

Ísland er í blússandi góðæri og áhrif Kínverja á íslenskt efnahagslíf og stjórnmál eru mikil. Það er framið morð í Stjórnarráðinu og þar kemur Stella Blómkvist að málum. Byggt á bókunum um Stellu Blómkvist sem margir þekkja, en engin veit hver skrifar bækurnar. Stella er leikin af Heiðu Reed sem margir þekkja úr þáttunum Poldark.

Þáttaröðin mun koma inn í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium í nóvember.

Biggest Loser Ísland

Í fjórða sinn snúa Evert, Gurrý og Inga Lind aftur og nú í hinum stórbrotna Borgarfirði en þar fara tökur á þáttunum fram í þetta sinn. Falleg náttúran leikur því hlutverk í þáttunum þar sem 12 einstaklingar víða af landinu takast á við sitt sameiginlega markmið. Ný þáttaröð hefst 21.september.

Will & Grace

Það eru 12 ár síðan að síðasta þáttaröð af Will & Grace var framleidd, nú er komið að nýrri þáttaröð. Þættirnir hlutu 83 tilnefningar til Emmy verðlauna á sínum tíma og eiga stóran aðdáendahóp sem bíður eflaust spenntur eftir að þessir gömlu vinir snúi aftur á skjáinn.

The Orville

Nýir leiknir þættir frá Seth McFarlane höfundi Family Guy og American Dad. Komandi frá Seth MacFarlane þarf varla að taka fram að um grín þætti er að ræða, og það með vísindaskáldsöguþema. Nokkuð ljóst að hér hefur Star Trek verið innblásturinn og mikið grín gert að þeim heimi öllum. Þetta verða fyndnir þættir, Seth mun sjá til þess.

This is Us

Stærsta nýja þáttaröðin frá því í fyrra snýr aftur. This is Us var ekki bara ein vinsælasta þáttaröðin í Bandaríkjunum heldur líka í Sjónvarpi Símans enda frábærir þættir hér á ferðinni. Fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð kemur 27.september í Sjónvarp Símans Premium.

Mr. Robot

Þriðja þáttaröðin af Mr. Robot fer senn af stað en þessir þættir hafa rakað inn tilnefningum og verðlaunagripum ásamt því að Rami Malek sem leikur aðalhlutverkið hefur skotist upp á stjörnuhimininn fyrir frábæran leik sem hakkarinn Elliot Alderson. Frábærir þættir, fyrri þáttaraðirnar tvær bíða þín auðvitað í Sjónvarpi Símans Premium ef þú átt eftir að sjá þær.

Af öðrum nýjum þáttum má nefna Marvel´s The Inhumans, The Gifted, Kevin (Probably) Saves the World, valor, 9JKL, White Famous, Law & Order True Crime og SMILF. Við erum svo alltaf að bæta við eldra efni í Sjónvarp Símans Premium en fimm þáttaraðir af Ally McBeal koma fljótlega inn ásamt Futurama, Glee, Family Guy, New Girl, 90210 og fleira.

 


Allt, Sjónvarp

Stefán Karl í Sjónvarpi Símans

16/05/2017 • By

Það er ekki ólíklegt annað en að Stefán Karl Stefánsson leikari hreyfi við áhorfendum á fimmtudagskvöld, því þá lýsir hann því þegar hann greindist með krabbamein í vetur. Það er nú á bak og burt. Stefán Karl er næsti gestur Hugrúnar Halldórsdóttur í þættinum Nýrri sýn í Sjónvarpi Símans.

„Ég lít allt öðruvísi á lífið. Það hefur hægst á mér. Mér liggur ekki eins mikið á að lifa lífinu,” lýsir hann og er æðrulaus þrátt fyrir að líkurnar séu meiri en minni á því að krabbameinið taki sig upp. Þátturinn með Stefáni Karli er annar í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða tíma lífi sínu.

Það er ekki annað hægt en að mæla með þættinum, sem enginn með Sjónvarp Símans Premium þarf að missa af. Hann er kominn í veituna. Aðrir ættu að stilla klukku, því þátturinn er sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans á fimmtudag kl. 20.

 


Allt, Sjónvarp

Við förum öll á EM2016

22/04/2016 • By

Þann 10.júní hefst EM2016 í knattspyrnu og eins og allir vita er karlalandslið Íslands að fara að mæta í fyrsta skipti á stórmót. Það verða augu nær allra Íslendinga væntanlega límd við sjónvarpið, símann eða spjaldtölvuna þegar að Aron Einar fyrirliði Íslands tekur í hendi fyrirliða Portúgal sem við mætum í fyrsta leik. Fyrirliði Portúgals er Ronaldo, það er bara þannig. Hvílík byrjun á móti!

EM2016 er stærra en nokkru sinni áður, 24 lið taka þátt í stað 16 liða áður í alls sex riðlum og spilaðir verða 51 leikur. Þetta verður sannkölluð knattspyrnuveisla.

Karlalandsliðið í fótbolta

Mótið verður sýnt á tveimur rásum, SíminnSport og opnu leikirnir verða einnig sýndir á SkjáEinum. Bein útsending hefst a.m.k klukkustund fyrir hvern leik en eitthvað lengri útsendingar verða fyrir leiki Íslendinga enda standa þeir okkur nærri. Þorsteinn J. mun stýra útsendingum af sinni alkunnu snilld ásamt því að Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir taka stöðuna á mannlega þættinum enda svona mót miklu meira en bara fótbolti. Pétur Marteins verður sérstakur sérfræðingur ásamt því að vel valdir gestir munu líta við.

Gummi Ben mun lýsa helstu leikjum mótsins, besti lýsandinn sem við eigum og hefur hann verið fengin til láns frá 365 sem við kunnum þeim miklar þakkir fyrir.

Spilað verður klukkan 13:00, 16:00 og 19:00 að íslenskum tíma og hver dagur verður svo gerður upp í lok dags klukkan 21:15 í þættinum EM á 30 mínutum.

25 leikir verða í opinni dagskrá en 26 leikir munu þarfnast áskriftar. Áskriftarstöðin SíminnSport verður aðgengileg í Sjónvarpi Símans, á myndlyklum Vodafone og myndlyklum 365.

EM2016 kostar aðeins 6.900 kr og er aðeins um eitt verð að ræða, enga bindingu og óþarfi er að segja áskriftinni upp því hún rennur út sjálfkrafa að móti loknu.

Þeir sem tryggja sér áskrift fyrir 31.maí geta látið 500 kr renna til síns knattspyrnufélags, þannig styrkirðu þitt félag um leið og þú græjar áskrift að EM2016. Einnig mun heppinn áskrifandi verða dreginn út og vinna ferð á leik Íslands og Austurríkis.

Þú missir ekki af neinu með áskrift að EM2016


Allt, Sjónvarp

Nýjungar í Sjónvarpi Símans

05/04/2016 • By

Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans enda þjónusta sem er þróuð innanhúss hjá okkur og af okkar fólki. Í þessari viku fer uppfærsla í loftið sem mun breyta ásýnd SkjáEins hjá Símanum ásamt því að nokkrir möguleikar bætast við fyrir alla sem margir hafa beðið eftir.

SkjárEinn hjá Símanum

Í SkjáEinum hjá Símanum eru nú nærri 5.000 klukkustundir af efni, sem einfaldlega bíður þín. Í uppfærðu viðmóti fyrir SkjáEinn hjá Símanum má nú auðveldlega finna allt þetta efni á einum og sama staðnum. Hægt er að stjörnumerkja þitt uppáhaldsefni þannig að það sé alltaf efst og því enn styttra en áður að komast beint í þína uppáhaldsþætti. Allir þættirnir eru þarna aðgengilegir á einum stað ásamt þeim kvikmyndum sem að SkjárEinn sýnir.

Við mælum með að stjörnumerkja þá þætti sem þið horfið hvað mest á, þannig er alltaf auðvelt að nálgast þá og viðmótið lætur vita þegar nýjir þættir bætast við. Sem er auðvitað bara snilld.

SkjárEinn hjá Símanum

Undir hverjum þætti er svo búið að einfalda hlutina þannig að auðvelt er að flakka á milli og Sjónvarp Símans sýnir hvert þú varst komin ef þú hættir í miðjum þætti, sýnir hvaða þætti þú ert búinn með og Sjónvarp Símans spyr svo hvort að þú viljir halda áfram í næsta þátt þegar að þáttur klárast.

Good Wife

 

Tímaflakk og VoD

Margir hafa beðið eftir tveimur smávægilegum breytingum í Sjónvarpi Símans er snúa að Tímaflakki og VoD. Þær kunna að vera smávægilegar en breyta ansi miklu fyrir marga. Nú er til dæmis hægt að segja Sjónvarpi Símans að halda áfram í Tímaflakki alveg þangað til að áhorfandinn stoppar það af. Sem þýðir til dæmis fyrir yngstu kynslóðina  að hægt er að skella fyrsta dagskrárlið barnatímans í gang og láta hann svo rúlla og rúlla, foreldrarnir geta því mögulega legið aðeins lengur upp í rúmi og jafnað sig í stað þess að þurfa að stökkva á fjarstýringuna eftir hvern þátt.

10

Að sama skapi er nú hægt að velja að allt efni í Tímaflakki og VoD sé spilað í HD (háskerpu) sé slíkt í boði. Þannig mun Sjónvarp Símans alltaf spila efnið í bestu mögulegu gæðum sem tiltæk eru, ef efnið er ekki fyrir hend í HD eru hefðbundin gæði spiluð en annars alltaf HD.

7

 

Það tekur nokkra daga fyrir uppfærsluna að ná til allra og mun hún birtast sjálfkrafa í Sjónvarpi Símans.


Allt, Fróðleikur, Sjónvarp, Svona gerum við..., Tæki & Tól

Nýtt viðmót í Sjónvarpi Símans

17/09/2015 • By

Við höfum ekki bara setið sveitt síðustu vikur og mánuði að hnoða saman Heimilispakkanum heldur hafa okkar menn í Sjónvarpskerfum verið á fullu að uppfæra viðmótið í Sjónvarpi Símans. Sjónvarp Símans er nefnilega íslenskt hugvit, búið til og rekið af starfsfólki Símans. Þjónusta sem við erum ótrúlega stolt af.

Nú er loks komið að því að svipta hulunni af nýju viðmóti sem við erum satt best að segja mjög ánægð með. Það skiptir öllu máli í viðmótum sem þessum að stutt sé í þær aðgerðir sem notaðar eru mest, við viljum meina að einstaklega vel hafi tekist til við þessa uppfærslu. Einn af nýju möguleikunum, eitthvað sem margar hafa beðið um er nú mættur, hægt er að spóla enn hraðar. Svo hratt nú er engin tími til að blikka, þú gætir misst af því sem þú ætlaðir að sjá.

í dag byrjar nýja viðmótið að rúlla út til viðskiptavina Símans. Það er gert í skrefum til að tryggja að allt gangi vel og því tekur heildarferlið nokkrar vikur enda ansi margir myndlyklar frá okkur í gangi á heimilum landsins. Til að virkja nýja viðmótið er nóg að slökkva og kveikja á myndlykli með fjarstýringunni, semsagt tveir smellir. Annar til að slökkva og hinn til að kveikja.

í neðstu stiku viðmótsins má finna flýtileiðir beint í Frelsi, Útvarp,  Karaoke og það sem þitt heimili er með í leigu. 

nyrportall2

Þó að þinn myndlykill fái ekki nýja viðmótið strax í dag er bara að sýna biðlund, það kemur. Við gerum þetta hægt og rólega af ástæðu, við viljum að upplifun allra sé góð.

Á meðan beðið er eftir nýja viðmótinu má til dæmis horfa á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem verða í beinni útsendingu í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld klukkan 19:30. Tónleikana má upplifa á rásum 50 og 250 (HD). Á dagskránni verða leikin nokkur dáðustu verka vínarmeistaranna Mozarts og Beethoven, það verður engin svikin af þessari skemmtun.


Allt, Samstarf, Sjónvarp

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Sjónvarpi Símans

30/04/2015 • By

Í kvöld klukkan 19:30 hefst í Sjónvarpi Símans önnur tilraunaútsending okkar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á rásum 50 og 250 (HD útsending) verður hægt að horfa á tónleikar sveitarinnar sem fram fara í kvöld í Höpu í opinni dagskrá.

Hjónin Viktoria Postnikova og Gennadíj Rozhdestvenskíj munu heiðra sveitina með nærveru sinni og flutningi á þekktum rússneskum verkum eftir þekkta höfunda eins og Rakhmanínov, Stravinskíj og Tsjajkovskíj.

Við hvetjum alla til að stilla á rásir 50 eða 250 í Sjónvarpi Símans og njóta tónleikanna í Sjónvarpi Símans.


Allt, Fróðleikur, Sjónvarp

Gravity í þrívídd

20/03/2014 • By

Í Sjónvarpi Símans má nú finna Óskarsverðlauna myndina Gravity og það í þrívídd. Myndin sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og vann nýverið sjö Óskarsverðlaun skartar þeim Söndru Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum þar sem að Bullock sjálf var tilnefnd en vann þó ekki.

Gravity er í þrívídd í Sjónvarpi Símans og því geta þeir sem eiga sjónvapstæki sem styðja þrívídd sett sig í stellingar, sett upp gleraugun séu þau nauðsynleg og notið myndarinnar á áður óþekktan máta í Sjónvarpi Símans.

Myndin er auðvitað fáanleg í háskerpu og venjulegri skerpu (SD) og því ekkert til fyrirstöðu en að skella poppinu í skál og njóta.

gravity_xlg


Sjónvarp

50% afsláttur í VOD-inu á miðvikudögum í janúar

09/01/2013 • By

Magnaðir miðvikudagar snúa aftur núna í janúar. Nú verður boðið upp á 50% afslátt af öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans. Það er því gráupplagt að nýta sér VOD-ið á dimmum vetrarkvöldum í janúar.

Meðal efnis sem er í Sjónvarpi Símans má nefna:Svarturaleik
Svartur á leik
Intouchables
Ice Age 4
The Dark Night Rises
Bourne Legacy
The Watch
The Campaign
Frost
….og yfir 5000 aðrir titlar.

Smelltu á VOD takkann á fjarstýringunni og leigðu þér mynd eða sjónvarpsþátt með 50% afslætti á miðvikudögum í janúar.


Sjónvarp

Plata vikunnar – nýtt í Sjónvarpi Símans

08/11/2012 • By

Plata vikunnar er nýjung í Sjónvarpi Símans sem kynnt er í samstarfi við Tónlist.is. Síðasta föstudag voru 4 íslenskar plötur settar inn og viðskiptavinir með Sjónvarp Símans geta hlustað á þær fyrir 0 kr. Í hverri viku fram í desember bætast svo nýjar plötur í hópinn og munu þær vera inni í VOD-inu út desember.

Plöturnar sem eru komnar eru:
Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta
Önnur Mósebók með Moses Hightower
Börn loka með Skálmöld
Vélrænn með Friðrik Dór

Plötu vikunnar má finna ef þú smellir á VOD-takkann á fjarstýringunni.

Nú er mál að kynna sér þá frábæru tónlist sem hefur komið út á árinu 2012! Fylgstu með í hverri viku.


Sjónvarp

Horfðu á EM í háskerpu

07/06/2012 • By

HD veislan í Sjónvarpi Símans heldur áfram!

Það hefur verið staðfest að RÚV HD er komin til að vera á rás 201 í Sjónvarpi Símans. Það hefur líka verið staðfest að langflestir leikirnir  á Evrópumótinu í sumar verða sýndir í háskerpu á RÚV HD. Þeir örfáu leikir sem ekki sýndir í beinni útsendingu á RÚV er hægt að sjá á rás 199 í Sjónvarpi Símans, en það er aukarás frá RÚV.

Allir viðskiptavinir með Ljósnet hafa aðgang að háskerpu en einnig stór hluti af ADSL viðskiptavinum. Línugæði þurfa þó að vera mjög góð. Upplýsingar um línugæði má fá með símtali í 8007000, heimsókn í eina af verslunum okkar eða með tölvupósti í 8007000@siminn.is. Svo er bara að endurræsa myndlykilinn!

Nú er loksins hægt að njóta þess að eiga flatskjá. Ekki missa af Evrópumótinu í HD!