Browsing Category

iPhone

Apple, GSM, iPhone

iPhone 6s forsalan er hafin!

02/10/2015 • By

Í dag byrjar forsalan á iPhone 6s og iPhone 6s Plus. Um takmarkað magn er að ræða en aðeins verða forseld þau tæki sem við vitum með vissu að koma til landsins í fyrstu sendingu. Tækin verða svo afhent föstudaginn 9.október eða viku síðar.

Þessi nýju tæki sem eru nú þegar komin í sölu í Bandaríkjunum hafa verið að fá frábæra dóma hjá tæknipressunni, einhverjir segja að um besta snjallsíma í heimi sé að ræða og margir lofa nýju 3D Touch virknina. Verður virkilega áhugavert að fylgjast með hvernig þeir sem þróa öpp og leiki munu nýta þá virkni ásamt því að myndavélin, sem fyrir var frábær er orðin enn betri og bíður nú upp á 4K upptöku.

iPhone 6s forsalan er í öllum verslunum Símans sem og í Vefverslun Símans.


Allt, Apple, Fróðleikur, GSM, iPhone, Tæki & Tól

Hvað var Apple að kynna?

10/09/2015 • By

Apple kynningu dagsins er nú lokið, margir búnir að bíða spenntir eftir hver tíðindi dagsins yrðu en nú liggur þetta nú allt fyrir. Uppfærðir iPhone símar eins og allir áttu von á, nýr iPad mini, enn stærri iPad sem kallast iPad Pro og uppfært AppleTV sem er enn öflugra og með enn fleiri möguleikum en áður.

iPhone
iPhone 6s og iPhone 6s Plus eru nýju símarnir. Með uppfærðu innvolsi og 12MP myndavél innanborðs í stað 8MP áður ásamt nýrri virkni sem kallast 3D Touch sem nemur hversu fast ýtt er á skjáinn og þannig opnast möguleikar og stillingar eftir því hvernig er ýtt á skjáinn. 12MP uppfærslan kemur líka með 4K upptöku, sem er gott. Útlitslega eru þetta klassískir iPhone símar og engar stórvæilegar breytingar gerðar á ytra útliti. Gárungarnir segja oft að S-ið við iPhone s símana þýði „subtle” eða smávægilegt enda verið að gera smávægilegar uppfærslur með þau tæki í stað þess að taka stór stökk eins og oft eru gerð á milli kynslóða.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær nýju iPhone símarnir koma í sölu á Íslandi en við munum rækilega láta vita af því þegar við vitum nánari dagsetningar.

6splus

iPad
Spjaltölvurnar fá líka uppfærslu en fjórða kynslóð iPad mini var kynnt og nú er öflugri örgjörvi innanborðs ásamt betri myndavél.

„Í dag kynnum við stærstu iPad fréttirnar síðan við kynntum iPad fyrst” sagði Tim Cook forstjóri Apple, hann meinti það mögulega bókstaflega en iPad Pro er 12,9 tommu spjaldtölva sem er eiginlega smá blanda af spjaldtölvu og fartölvu. Hægt er að nota lyklaborð og Apple kynnti penna til leiks sem búinn er allskyns skynjurum sem á að vera leikur einn að nota. Vélinni svipar til Microsoft Surface fyrir þá sem þekkja þær en þó samt ekki. Microsoft stigu á svið og sýndu hvað vélin hentar vel í Office umhverfinu þeirra.

ipad-pro-1200-1

Apple TV
Það mætti segja að AppleTV boxið sé nú orðið fullorðið en hingað til hafa Apple alltaf sagt litla svarta boxið vera áhugamál. AppleTV hafa hingað til keyrt iOS, sama stýrikerfi og símarnir og spjaldtölvurnar en án möguleikans að sækja öpp en loksins er sá möguleiki komin með nýju stýrikerfi sem Apple kalla tvOS. Stýrikerfið byggir á iOS og bætir við mögleikanum að setja inn öpp, fjarstýringin er uppfærð með snertifleti svo hægt er að skrolla þægilega í gegnum allt og Siri hjálpar til við að leita af efni til að horfa á. Tækið styður iTunes, Netflix, Hulu og Showtime streymisþjónusturnar ásamt því að spila tölvuleiki.

appletv2

 


3G, Allt, GSM, iPhone

4G styrkir öflugasta farsímakerfi landsins enn frekar

14/03/2013 • By

Meiri hraði, meira magn. Það hefur verið krafa viðskiptavina Símans sem hann hefur mætt með öflugasta 3G kerfi landsins. Nú ætlum við enn að efla þetta dreifikerfi með 4G tækninni og tryggja viðskiptavinum okkar frábært netsamband á ferðinni.

4G verður í boði þegar líður á árið og það ætti ekki að fara framhjá neinum þegar við störtum sendunum. En hafðu þó í huga að rétta búnaðinn þarf fyrir 4G og 1800 tíðnina. Við höfum þó tryggt að úrvalið verði gott því við hjá Símanum völdum 1800 tíðnibandið. Það er algengasta tíðnin í Evrópu og því ættu tæki keypt í Evrópu að virka á kerfinu okkar. Þeir sem hafa áhuga geta flett upp símum á GSM Arena, eða leitað til okkar, til þess að sjá hvort þeirra eða hvaða símar styðja 4G á 1800 tíðnibandinu.

Flest þekkjum við að iPhone 5 eru sagðir virka á 4G og líklega eru margir iPhone 5 eigendur forvitnir að vita hvenær þeir geta notað 4G tæknina. Það verður þegar Apple hefur sjálft prófað kerfið okkar og opnað fyrir þann möguleika í símanum. Þetta gildir jafnt um öll fjarskiptafyrirtæki, hvar sem er í heiminum.


Android, Fróðleikur, GSM, iPhone

Snjallsímanámskeið alla þriðjudaga

11/01/2013 • By

iPhone_5_white_lVegna mikilla vinsælda höfum við ákveðið að halda fleiri snjallsímanámskeið. Mætingin á námskeiðin hefur verið frábær og margar góðar spurningar komið fram.

Námskeiðin verða haldin alla þriðjudaga héðan af í verslun Símans, Ármúla 27, og mun námskeiðunum vera skipt í Android námskeið annars vegar og iPhone námskeið hins vegar. Android notendur mæta klukkan 17:00 en iPhone notendur klukkan 18:00.

Farið verður í gegn um helstu atriði sem gott er að vita auk þess sem við mælum með þeim öppum sem okkur finnst mikilvægust og skemmtilegust hverju sinni.

Námskeiðin eru ókeypis og við hvetjum alla til þess að mæta og læra meira á símann sinn. Skráning á námskeiðinn fer fram á vefslóðinni siminn.is/namskeid.