Browsing Category

3G

3G, Fróðleikur, GSM

iOS 7

18/09/2013 • By

Í dag kemur nýjasta útgáfa iOS stýrikerfisins á markað, beðið hefur verið eftir þessari uppfærslu af mikilli eftirvæntingu enda hérna um að ræða stærsta stökk Apple með iOS stýrikerfið frá því að það kom á markað.

Búið er að breyta mjög miklu í stýrikerfinu, ekki bara útlitslega heldur líka í virkni. Apple fara ágætlega yfir hvaða nýjungar eru í boði hér.

Uppfærslan verður þó ekki aðgengileg fyrir öll tæki sem keyra iOS. iPhone 4 og nýrri útgáfur fá uppfærslu og önnu kynslóð iPad og nýrri ásamt iPad mini. Fimmta kynslóð iPod Touch fær svo líka uppfærslu og lengra nær það ekki.

iOS 7 ætti að verða aðgengilegt til uppsetningar seinna í dag og því gott að renna yfir nokkra hluti áður en það verður hægt.

– Takið afrit af símanum ykkar. Ef eitthvað klikkar við uppfærsluna er nauðsynlegt að eiga afrit af öllum helstu gögnum.

– Uppfærið öppin sem þegar eru á símanum. Síðustu vikur hafa uppfærslur verið að koma með iOS 7 stuðningi, gott að koma þeim uppfærslum frá strax.

– Nýtið tækifærið og hendið út öppum sem þið notið aldrei.

ios-7-logo


3G, Allt, GSM, iPhone

4G styrkir öflugasta farsímakerfi landsins enn frekar

14/03/2013 • By

Meiri hraði, meira magn. Það hefur verið krafa viðskiptavina Símans sem hann hefur mætt með öflugasta 3G kerfi landsins. Nú ætlum við enn að efla þetta dreifikerfi með 4G tækninni og tryggja viðskiptavinum okkar frábært netsamband á ferðinni.

4G verður í boði þegar líður á árið og það ætti ekki að fara framhjá neinum þegar við störtum sendunum. En hafðu þó í huga að rétta búnaðinn þarf fyrir 4G og 1800 tíðnina. Við höfum þó tryggt að úrvalið verði gott því við hjá Símanum völdum 1800 tíðnibandið. Það er algengasta tíðnin í Evrópu og því ættu tæki keypt í Evrópu að virka á kerfinu okkar. Þeir sem hafa áhuga geta flett upp símum á GSM Arena, eða leitað til okkar, til þess að sjá hvort þeirra eða hvaða símar styðja 4G á 1800 tíðnibandinu.

Flest þekkjum við að iPhone 5 eru sagðir virka á 4G og líklega eru margir iPhone 5 eigendur forvitnir að vita hvenær þeir geta notað 4G tæknina. Það verður þegar Apple hefur sjálft prófað kerfið okkar og opnað fyrir þann möguleika í símanum. Þetta gildir jafnt um öll fjarskiptafyrirtæki, hvar sem er í heiminum.


3G, Fróðleikur, GSM, Netið

Microsoft og snjallsímastríðið

20/11/2012 • By

Microsoft menn voru nokkuð seinir til í snjallsímastríðinu en þeir eru þó með í því engu að siður og nú blása þeir til sóknar. Og nú af alvöru.

Windows Phone 8, nýjasta útgáfa af stýrikerfi þeirra fyrir snjallsíma er núna að koma á markað og fyrstu prófanir okkar lofa góðu. Fyrri útgáfur af Windows Phone, útgáfur 7 og 7.5 voru góðar, stýrikerfið er ótrúlega fallegt, einfalt í notkun og viðmótið allt hið árennilegasta. Veikasti blettur Windows Phone hefur verið úrvalið af forritum fyrir símana sem þó er að lagast nokkuð þéttum skrefum. Bæði Android og iOS sem keyrir iPhone og iPad hefur haft talsvert forskot í að koma sér upp góðum fjölda af forritum sem hægt er að hlaða niður á tækin, eitthvað sem skiptir máli í dag enda fjöldinn allur af forritum til sem gera góðan síma enn betri.

Við höfum verið að prófa flaggskip Nokia, hinn fallega Lumia 920, HTC Windows Phone 8x og spjaldtölvuna frá Microsoft sem kallast Surface. Símanir tveir eru frábærir, á ólíkann hátt en það verður að segjast að Surface hefur komið hvað mest á óvart. Tækið er talsvert betra en sá sem þetta skrifar átti von á.

Nokia Lumia 920 í snúrulausri hleðslu

Ítarlegar prófanir standa nú yfir með almennu fikti og nördaskap og verður skrifað um það nánar síðar þegar að lengri tími hefur liðið.

Microsoft Surface RT og HTC Windows Phone 8X


3G

Síminn á Írskum dögum

06/07/2012 • By

Helgina 6.-8. júlí verður hátíðin Írskir dagar haldin á Akranesi í ellefta skiptið. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og hafa ýmsir skemmtilegir viðburðir og keppnir litið dagsins ljós í gegn um tíðina. Til dæmis er þar að finna keppnirnar um rauðhærðasta Íslendinginn og hittnustu ömmuna, en svo er líka keppt í dorgveiði og að byggja sandkastala.

Ef þú ert á leiðinni á Írska daga þá mælum við eindregið með að þú fylgist með á M-inu, m.Siminn.is. Þar má finna dagskrá hátíðarinnar þannig þú ættir ekki að missa af neinum viðburði. Þar má líka finna upplýsingar um Akranes og Írska daga og kort af bænum. Að auki verður myndastraumur sem grípur allar myndir af Instagram sem eru merktar með #irskir. Það ætti því allir að vera duglegir að hlaða inn myndum á Instagram.

Rúsínan í pylsuendanum er svo söngbók með fjölda laga sem ætti að halda fólki í góðu stuði alla helgina. Hafðu símann á lofti í brekkusöngnum á laugardaginn og taktu undir með hárri raust.

Flestir símar geta opnað M-ið, en besta upplifunin er hjá þeim sem eru með snjallsíma.

Vonandi skemmta sér allir vel með m.Siminn.is opið í símanum sínum!


3G, Allt

Sumaröppin

27/06/2012 • By

Já það er komið sumar og sólin fer vonandi að skína aftur í heiði. Sumarið er tími snjallsímanna enda er fólk mikið á ferðinni. Þeir sem eiga slík tæki þekkja hversu þægilegt það er að geta fengið póstinn, tónlistina og Facebook uppfærslurnar beint í vasann.

En hvaða forrit en nauðsynlegt að hafa í símanum sínum í sumar?

Instagram

Það ættu allir að vera með Instagram. Lítið einfalt en ótrúlega skemmtilegt forrit þar sem þú tekur myndir og sendir á netið. Í Instagram eru fullt af flottum filter-um þar sem hægt að breyta myndunum og það er hægt að deila með einföldum hætti bæði á Twitter og Facebook. Instagram hefur slegið í gegn um allan heim og á klárlega heima í símanum þínum. Instagram er til fyrir Android og iPhone.

 

Endomondo

Margir nota símann sinn þegar þeir eru að hlaupa, hjóla, ganga og bara að stunda allar íþróttir. Endomondo er notar GPS til að mæla hvað þú ferð langt, hratt og í hvaða hæð þú ert, ásamt því að hafa ýmsa aðra möguleika að bjóða. Forritið hleður þinni æfingu á netið um leið þannig vinir þínir geta sent þér skilaboð á meðan á æfingunni stendur og þú svo skoðað árangurinn strax, hvort sem er í símanum þínum eða á Endomondo.com. Þetta er klárlega forritið fyrir þá sem elska að hreyfa sig úti. Til fyrir iPhone, Android, Nokia, Windows og Blackberry.

 

8-tracks

Með 8-tracks finnurðu tilbúna lagalista fyrir öll tilefni. Sama þó þú sért að fara í útilegu, halda matarboð eða bara fá þér göngutúr í kvöldsólinni þá sér 8-tracks um réttu stemninguna. Þúsundir lagalista búnir til af notendum og þú getur einnig búið til þína eigin. Forritið er í boði fyrir Android og iPhone síma.

 

112

Ertu að fara að ferðast um landið? 112 er ferðafélagi sem réttara er að hafa við höndina. Ef þú lendir í vandræðum þá ýtir þú einfaldlega á neyðarhnappinn og þá sendir síminn þína staðsetningu beint til Neyðarlínunnar og þeir eiga þá ekki í neinum vandræðum með að koma og sækja þig. Í boði fyrir Android og iPhone.

 

Soundhound

Hvaða lag er í útvarpinu? Þú kveikir bara á Soundhound og berð símann upp að útvarpinu. Soundhound ber lagið svo saman við gagnagrunninn og segir þér hvað það heitir. Þú getur svo deilt niðurstöðunum á Facebook eða Twitter. Soundhound er í boði fyrir Android, iPhone, Nokia og Windows síma.

 

Síminn Gagnamagn

Þegar þú notar forrit sem tengjast netinu þá notarðu innifalið gagnamagn. Til þess að fylgjast vel með þeirri notkun þá hönnuðum við litla græju (e. widget) fyrir Android síma. Með henni geturðu fylgst með gagnamagninu með einföldum hætti. Fyrir þá sem ekki eiga Android síma þá er hægt að fylgjast með á M.Siminn.is


3G

3G aukakort

09/12/2011 • By

3G aukakort er ný þjónusta hjá Símanum. Hún er sérsniðin að þörfum nútímafjölskyldunnar, en algengt er orðið að fólk sé með snjallsíma, netlykil og/eða spjaldtölvu. 3G aukakort gerir notandanum kleift að kaupa bara eina 3G áskrift og deila henni á milli þess búnaðar sem hann kýs.

Segjum sem svo að þú eigir Samsung síma, iPad og notir netlykilinn þinn reglulega. Í stað þess að kaupa netáskrift á hvert og eitt einasta tæki þá kaupirðu eina áskrift á snjallsímann og svo aukakort fyrir hin tvö tækin. Þú getur haft eina áskrift á allt að 3 tæki og hvert aukakort kostar aðeins 490 kr á mánuði.

Nánar um 3G aukakort má lesa hér á Síminn.is og nánari upplýsingar um 3G netáskriftir má finna hér á blogginu eða á Síminn.is. 3G aukakort er í boði fyrir pakka með 3GB eða meira.

Sæktu um núna í síma 8007000 eða í næstu verslun Símans.


3G

Netið í Símanum

10/11/2011 • By

Það er gömul mýta að það kosti annan handlegginn af að fara á netið í símanum. Það er satt og rétt að þegar 3G kom fyrst varð sprenging í gagnamagni og fólk fékk allt of háa reikninga. En við höfum lagað okkur að þörfum markaðarins og komið með lausnir sem eru á fínu verði og henta flestum, allavega fyrir notkun innanlands. Í raun kostar bara 25 kr á dag að fara á netið, en innifalið í þeim 25 krónum eru 5 Mb. 5 Mb hentar flestum þeim sem nota netið einstaka sinnum, t.d. til að skoða fréttir eða kíkja á Facebook. Ef notkun fer yfir 5 Mb á dag þá er rukkaður annar dagpakki.

Snjallsímanotendur nota netið meira heldur en hinn almenni meðaljón, enda eru þeir yfirleitt með sítengingu við tölvupóst og fleiri smáforrit sem heimta frekari notkun á internetinu. Þess vegna er mælt með því að þeir sem kaupa sér snjallsíma kaupi sér einhverja gagnaáskrift til þess að vera ekki rukkaðir um dagpakka oft á dag. Síminn býður upp á 3 mismunandi áskriftarleiðir, sem henta mismunandi hópum snjallsímanotenda.

Netið í Símann 1 inniheldur 300 Mb af gagnamagni og kostar bara 490 kr. Þessi leið hentar mjög vel fyrir þá sem eru að kaupa sinn fyrsta snjallsíma. Leiðin er frábær fyrir þá sem eru mest í því að skoða póst og vafra á netinu, til dæmis að skoða fréttir og Facebook. Hún er ódýrari heldur en dagpakkaleiðin ef þú ferð á netið á hverjum degi (30 x 25 kr= 750 kr) og einnig tekur hún mið af notkun yfir allan mánuðinn, ekki bara innan dags.

Netið í Símann 2 er frekar miðuð fyrir þá sem nota netið í símanum mikið. Innifalið í pakka 2 er 1 GB af gagnamagni og hún kostar 1090 kr á mánuði. Þeir sem kaupa þessa leið eru yfirleitt vanir snjallsímanotendur sem nota símana sína í að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist, sækja póst og leika sér í smáforritum.

Netið í Símann 3 er sannkölluð stórnotendaleið, með 3 GB inniföldum og kostar 1690 kr. Stórnotendur eru þeir sem nota símana sína stöðugt og stóla mikið á að vera sítengdir við netið. Þeir nota símana sína til að horfa á myndbönd, hlusta á tónlist, hlaða niður pósti, leika sér í smáforritum, skoða stór skjöl og til að tengja tölvur við netið (e. tethering).

Það eru nokkrar leiðir til að fylgjast með hversu mikið gagnamagn hver og einn er að nota. Ein leið er að fara inn á M.Siminn.is í símanum sínum. Þar er hægt að sjá hversu mikið maður hefur notað af inniföldu gagnamagni. Android notendur geta líka sótt sér græju í símann sinn á Android Market sem sýnir þeim í rauntíma hversu mikið þeir eru búnir að nota. Eins og er virkar græjan bara fyrir notendur í áskrift hjá Símanum, en vonandi verður það í boði fyrir Frelsisviðskiptavini fyrr en seinna. Svo geta allir farið á Þjónustuvef Símans og fylgst með notkuninni og gert breytingar á milli áskriftarleiða ef þess þykir þörf.

Græja fyrir Android

Til að geta notað alla þá möguleika sem snjallsíminn býður upp á er best að vera í góðu 3G sambandi. Allar upplýsingar um 3G senda um landið er að finna á Síminn.is.

Nánari upplýsingar um verð og annað er hægt að finna á Síminn.is.

 


3G, GSM, Hugbúnaður, Svona gerum við...

QR kóðar

01/09/2010 • By

Stundum birtast svokallaðir QR kóðar hér á bloggi Símans eins og þessi hér fyrir ofan. QR kóðar innihalda texta sem að síminn þinn skilur og vísar þér á eitthvað efni á netinu ásamt öðrum eiginleikum.

Þægilegt er að nota QR kóða til að spara tíma við að skrifa inn langa vefslóð á símann sinn. Það þarf sérstakt forrit til að lesa QR kóða, margir símar koma þó með slík forrit fyrirfram uppsett frá framleiðanda en annars má finna QR lesara frítt fyrir flesta síma.

Android notendur geta notað t.d. Barcode Scanner og Google Goggles sem fá má á Android Market.

iPhone notendur geta svo t.d. notað QR Reader. (Linkur opnar AppStore).

Þetta gæti ekki verið einfaldara. Keyrið upp lesara og prófið að lesa QR kóðann í þessari færslu.


3G, Android, Fróðleikur, GSM

AppBrain

01/09/2010 • By

Eftir að hafa legið yfir Android síðustu mánuði get ég með sanni sagt að AppBrain sé eitt það nauðsynlegasta forrit sem að Android notendur þurfa að hafa.

Stærsta vandamálið við Android Market í mínum huga er að úrvalið af forritum getur maður aðeins skoðað í símanum sínum og flokkunin yfir forritin er ekki sú besta. Það er eitthvað sem að AppBrain leysir auðveldlega og bætir virkilega notagildi Android Market.

Uppsetning AppBrain er tvíþætt. Fyrst þarf að setja upp AppBrain forritið sjálft af Android Market og svo þarf að setja upp Fast Web Installer.

Auðveldast er að setja þau upp með því að nota eftirfarandi QR kóða eða leita að þeim á Android Market.

AppBrain forritið :

Fast Web Installer :

Með þessi tvö forrit á símanum geturðu skoðað allt það sem í boði er á Android Market í tölvunni þinni á Appbrain.com og ýtt á Install og þá byrjar síminn þinn fyrir eitthvað kraftaverk að ná í forritið sjálfkrafa. Þetta gæti ekki verið auðveldara.

AppBrain mælir svo með forritum sem að þú myndir mögulega hafa áhuga á miðað við þau forrit sem þú ert með fyrir á símanum þínum og hægt er auðveldlega að sjá hvaða forrit eru vinsælust í dag, vinsælust í vikunni eða vinsælust yfir mánuðinn.

Svo er hægt að deila með vinum sínum og öðrum Android notendum hvaða forrit þú ert með á símanum og rúsínan í pylsusendanum er að ef síminn myndi t.d. hrynja eða þú skipt um síma að þá myndi AppBrain setja upp öll forrit sem þú varst með aftur upp fyrir þig. Hér má t.d. sjá forritin sem ég er með uppsett á HTC Hero.

AppBrain segir þér ef komnar eru uppfærslur fyrir þau forrit sem þú ert með á símanum og uppfærir þau fyrir þig.

AppBrain gerir þér kleift að færa forrit yfir á SD minniskortið ef það vantar pláss á símanum sjálfum (Aðeins hægt í Android 2.2 (Froyo).

Í AppBrain er svo líka hægt að sjá hvort að það séu komnar uppfærslur fyrir forritin sem þú ert með ásamt því að geta eytt forritum út. Sem sagt allt hægt á einum stað.


3G, Android, GSM, Svona gerum við...

íslenskir stafir í Android

30/07/2010 • By

Athugið að þetta er færsla frá árinu 2010 og mikið vatn runnið til sjávar síðan. Íslenska er innbyggð í flesta Android síma í dag. Ef áhugi er fyrir öðrum lyklaborðum en þeim innbyggðu sem koma með tækinu mælum við með Swiftkey

Android stýrikerfið frá Google hefur verið að vekja ótrúlega athygli síðustu mánuði enda fjöldi handtækja komin á markað með þessu frábæra stýrikerfi. Símarnir koma þó ekki með íslenskum stöfum frá framleiðanda en það er auðvelt að setja þá inn. Til þess þarf einungis að ná í lítið forrit frá Android Market og setja það upp.

Við skulum kíkja á hvernig það er gert. Athugið að hægt er að sleppa fjórum fyrstu skrefunum ef menn vilja nota QR kóðann hér :

scandinaviankeyboard

1. Farið á Android Market. Market má finna á aðal skjáborðinu (Home) eða undir Applications

1

 

2. Smellið á leita takkann á símtækinu sjálfu eða í Android Market.

1

3. Leitið að scandinavian keyboard.

2

4. Veljið Scandinavian keyboard og veljið Install og OK. Þá ætti niðurhal á forritinu að hefjast.

3

5. Farið í SettingsLanguage & Keyboard og hakið við Scandinavian Keyboard

4

6. Farið í Scandinavian Keyboard og veljið Keyboard layout.

5

 

7. Hakið við Icelandic.

6

 

8. Farið í einhvern textareit, t.d byrjið að skrifa nýtt SMS og haldið inni textaboxinu. Þá kemur upp eftirfarandi gluggi og veljið Input Method.

7

9. Veljið Scandinavian Keyboard.

8

10. Þá eru komnir íslenskir stafir og fjörið getur hafist á okkar ástkæra ylhýra.

9