Browsing Articles Written by

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Allt

Spotify+Síminn: Emmsjé Gauti og Aron Can mennirnir 2016

09/01/2017 • By

Emmsjé Gauti er vinsælastur allra íslenskra flytjenda á Spotify árið 2016. Hann náði fjórum lögum á topp 50 lista mest streymdra laga hér á landi. Aron Can tveimur.
Aron Can á vinsælasta innlenda lagið; Enginn mórall, sem situr í tíunda sæti. Lag Emmsjé Gauta, Silfurskotta, sem þeir syngja saman, var næstvinsælast og í því ellefta.

Spotify tók listann saman fyrir Símann – sem er eina fyrirtækið í samstarfi við Spotify hér á landi.
Fjöldi laganna fleytir Emmsjé Gauta í fjórða sæti mest spilaðra flytjenda á Spotify hér á landi á árinu – strax á eftir Kanye West, Drake og svo Justin Bieber, sem trónir á toppi flytjenda. Rihanna situr svo í fimmta sæti á milli þeirra Emmsjé Gauta og Arons Can.

Fimm innlendir flytjendur voru meðal þeirra 25 mest spiluðu hér á landi á árinu. Auk Emmsjé Gauta og Arons Can, Bubbi Morthens og sveitirnar Úlfur úlfur og Kaleo. Úlfur úlfur – sem var vinsælastur íslenskra á Spotify í fyrra – vermir nú 22. sæti flytjenda.

Spotify er ein stærsta tónlistarveita í heimi. Með henni má hlusta á tónlist hvort sem er í snjalltækinu eða tölvunni. Sex mánaða Spotify Premium áskrift fylgir Heimilispakkanum.
Einnig geta viðskiptavinir Símans í GSM áskrift gerst áskrifendur að Spotify Premium og er þá mánaðargjaldinu bætt við símareikninginn um hver mánaðamót. Tékkaðu á því.

 

50 mest streymdu lögin hér á landi á árinu 2016
1. Drake – One Dance
2. Justin Bieber – Love Yourself
3. Sia – Cheap Thrills
4. Justin Bieber – Sorry
5. Mike Posner – I Took A Pill In Ibiza – Seeb Remix
6. The Chainsmokers – Don’t Let Me Down
7. Major Lazer – Cold Water (feat. Justin Bieber & MØ)
8. Justin Bieber – What Do You Mean?
9. Desiigner – Panda
10. Aron Can – Enginn Mórall
11. Emmsjé Gauti – Silfurskotta
12. Major Lazer – Light It Up (feat. Nyla & Fuse ODG) – Remix
13. Lukas Graham – 7 Years
14. DJ Snake – Let Me Love You
15. Calvin Harris – This Is What You Came For
16. Twenty One Pilots – Stressed Out
17. Alan Walker – Faded
18. Jonas Blue – Fast Car – Radio Edit
19. Rihanna – Work
20. Zara Larsson – Lush Life
21. Fifth Harmony – Work from Home
22. Bebe Rexha,G-Eazy – Me, Myself & I
23. Drake – Too Good
24. Rihanna – Needed Me
25. Twenty One Pilots – Heathens
26. ZAYN – PILLOWTALK
27. The Chainsmokers – Roses
28. The Chainsmokers – Closer
29. The Weeknd – Starboy
30. Zara Larsson, MNEK – Never Forget You
31. Aron Can – Rúllupp
32. Adele – Hello
33. Cheat Codes, Kris Kross Amsterdam – Sex
34. Shawn Mendes – Treat You Better
35. Emmsjé Gauti – Strákarnir
36. Emmsjé Gauti – Reykjavík
37. gnash – i hate u, i love u (feat. olivia o’brien)
38. Kungs vs. Cookin’ On 3 Burners – This Girl
39. DNCE – Cake By The Ocean
40. Kygo – Stay
41. Twenty One Pilots – Ride
42. Flume + Kai – Never Be Like You
43. Kiiara – Gold
44. Coldplay – Hymn For The Weekend
45. Emmsjé Gauti – Djammæli
46. Galantis – No Money
47. Flo Rida – My House
48. Ariana Grande – Into You
49. Robin Schulz – Sugar (feat. Francesco Yates)
50. Snakehips – All My Friends

25 mest spiluðu listamennirnir á landinu 2016:
1. Justin Bieber
2. Drake
3. Kanye West
4. Emmsjé Gauti
5. Rihanna
6. Aron Can
7. The Weeknd
8. Coldplay
9. Beyoncé
10. Sia
11. Eminem
12. Twenty One Pilots
13. Adele
14. David Bowie
15. Bubbi Morthens
16. The Chainsmokers
17. Major Lazer
18. Úlfur Úlfur
19. Ariana Grande
20. Ed Sheeran
21. One Direction
22. The Beatles
23. Kendrick Lamar
24. Kaleo
25. Muse


Allt

Everest í Sjónvarpi Símans

07/01/2016 • By

Hver vill ekki eyða helginni með Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, Keiru Knightley og Ingvari E. Sigurðssyni?

Stórmyndin Everest eftir Baltasar Kormák er nú komin í Sjónvarp Símans, ásamt fjölda annarra vinsælla kvikmynda.

Myndin skipaði fimmta sæti listans yfir vinsælustu kvikmyndir í kvikmyndahúsum vestanhafs fyrir síðasta ár. Hún var einnig sú að stærsta á opnunarhelgi ársins á Íslandi.

Everest er byggð á ótrúlegri en sannri sögu um leiðangur þessa hæsta fjall heims, Everest.

 


Allt

Síminn með 4G í útlöndum

23/11/2015 • By

Svíþjóð hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja þar sem viðskiptavinir Símans geta nýtt sér 4G. Síminn hefur boðið uppá 4G samband í Bandaríkjunum frá því í júlí. Íbúar tólf landa reika á 4G kerfi Símans þegar þeir ferðast til Íslands – á neti sem nær til 86,5% landsmanna.
Síminn hefur mánuðum saman boðið 4G samband í útlöndum. Samið hefur verið um 4G samband í tólf löndum. Þau eru, auk Svíþjóðar og Bandaríkjanna, Þýskaland, Holland, Pólland, Kína, Kanada, Spánn, Finnland, Frakkland, Ungverjaland og Danmörk.
4G
Vægi ferðamanna í gagnanotkun á farsímakerfum Símans hefur aukist milli ára. Litið til netnotkunarinnar, óháð því hvaðan ferðamenn koma eða hvort þeir eru á 3G eða 4G, er ljóst að hún hefur aukist um 90% milli júnímánaða 2014 og 2015 og um helming milli ágústmánaða.

Verð þegar landsmenn ferðast til Evrópusambandslanda hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Þannig verður það einnig í apríl á næsta ári vegna nýrra reglugerða sambandsins. Þeir sem vilja hins vegar nota símann í ferðum sínum í Evrópu ættu að skoða Ferðapakkann.


Allt

SkjárEinn býður þér að fylgjast með upptökum The Voice Íslands

01/09/2015 • By

Hvað á að gera á föstudaginn? En um helgina? Nú gefst tækifæri til þess að sjá þegar Helgi, Svala, Salka og Unnsteinn velja sér hverja þau þjálfa í The Voice Ísland. Hægt að skrá sig í svokallað blind audition, eða blindraprufurnar sem svo margir þekkja úr erlendu útgáfunum, en þá mæta þátttakendur í fyrsta sinn á svið og syngja fyrir þjálfara.

Þeir sem vilja skipa áhorfendapallana geta skráð sig á vefsíðunni: www.thevoiceisland.is og hvetur SkjárEinn fólk að taka þátt og vera með.

Tökur eru rétt hafnar á þessari íslensku útgáfu raunveruleikaþáttarins The Voice. Tæplega sextíu þátttakendur mættu ásamt fríðu föruneyti aðstandenda í þær fyrstu af um helgina. Ólíkt öðrum raunveruleikaþáttum þar sem leitað er að hæfileikum eru þátttakendur valdir fyrirfram og því allir söngvararnir frambærilegir. Svali og Svavar af K100 stýra þáttunum. Þeir voru í Atlantic Studios um helgina og sjást hér baksviðs.svavar og svali á Ásbrú

svavar á ásbrú
svali á ásbrú


Allt

K100 býður þér á Pallaball í beinni – Stilltu á 100,5

23/06/2015 • By

logo_vefur K100Ertu ekki örugglega að hlusta á K100? Frábært að vera rétt stillt/ur á föstudag þegar Páll Óskar stýrir sínu víðfræga Pallaballi á útvarpsstöðinni – og fangar með okkur því að stöðin er flutt í höfuðstöðvar Símans hér í Ármúla 25.

Nýtt lógó, nýtt útlit og glænýtt stúdíó, sérhannað af Sigga Gunnars og Svala, prýða nú K100. Og ekki hafa fleiri hlustað á stöðina og í síðustu viku. Hlustun á K100 er aðeins sex prósentustigum á eftir Rás 2 litið til kvenna á aldrinum 18-49 ára. Frábær árangur.

Ekki missa af Pallaballinu á K100 á föstudag milli kl. 16 og 18.


Allt

Hátt í þrjú þúsund horfðu á Twitter-tístin í Sjónvarpi Símans

21/05/2015 • By

twitter bird klippturHátt í þrjú þúsund fylgdust með Twitter-tístunum á fyrri undankeppninni í Eurovision á þriðjudag í gegnum Sjónvarp Símans. Síminn kynnti á dögunum nýjan eiginleika í sjónvarpi sínu en með því að ýta á bláa takkann á fjarstýringunni varpast tístin upp á sjónvarpsskjáinn. Segja má að blái takkinn sameini samfélagsmiðilinn Twitter og sjónvarpsútsendinguna. Og tístin frá klukkan 19-22 voru, eftir því sem næst verður komist, næstum sex þúsund!

Búast má við því að tístað verði sem aldrei fyrr þegar María stígur á sviði í Vín í kvöld og gaman að sjá hvernig tístin koma út í Sjónvarpi Símans.

Blái takkinn kryddar heldur betur Eurovision. Þetta er ekki aðeins eiginleiki sem hentar Twitter notendum heldur er frábær fyrir þá sem vilja fylgjast með umræðunni og #12stig og upplifa Eurovision með náunganum.


Allt

Ýttu á bláa takkann og Twitter-tístin birtast á sjónvarpsskjánum

13/05/2015 • By

sinfóNú varpast Twitter-tístin beint á upp á skjáinn í Sjónvarpi Símans þegar ýtt er á bláa takkann á fjarstýringunni. Fótboltaáhugamenn hafa að undanförnu getað séð tístin um Meistaradeildina #CL365, Eurovision verður ekki söm í næstu viku þegar tístin verða komin á skjáinn og tónleikar Sinfóníunnar í kvöld verða skreyttir Twitter-tístum… ef ýtt er á bláa takkann. Hastag-ið er: #Sifnó

Sinfóníuhljómsveitin leikur eitt frægasta tónverk Tsjajkovskíjs um Rómeó og Júlíu í beinni í Sjónvarpi Símans í kvöld kl. 19.30 og frábært að geta aukið enn á upplifunina með því að fylgjast með því hvað aðrir segja um tónleikana. Útsendingin í kvöld verður þriðja og síðasta beina tilraunaútsendingin Sinfóníuhljómsveitarinnar í Sjónvarpi Símans. Mælast hún vel fyrir verður áskriftartónleikum Sinfóníunnar á næsta starfsári sjónvarpað beint á rás Sinfóníunnar í Sjónvarpi Símans.

Stjórnandi tónleikanna í kvöld er fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Rico Saccani, og stígur hann nú í fyrsta sinni á stjórnendapall í Hörpu. Tónleikarnir eru á rás 50 eða 250 fyrir háskerpu í Sjónvarpi Símans. Áhorfendur sem vilja tísta um tónleikana nota jú hastag-ið: #Sinfó Sjónvarp Símans - Fjarstýring


Allt

Conchita Wurst í karókíi Símans

11/05/2015 • By

Bestu Eurovision-lög síðustu ára auk gamalla slagara eru komin í karókí Sjónvarps Símans. Finnsku tröllin Lordi með Hard Rock Hallelujah, Hollendingarnir í The Common Linnets og sjálf drottningin frá því fyrra; Conchita Wurst. Þeir sem voru ekki búnir að gleyma Johnny Logan, Dönu og ABBA – allt sigurvegarar í Eurovision – geta líka rifjað upp gömul kynni. Lög þeirra eru meðal sextán laga sem hafa bæst við í Eurovision-safnið í Sjónvarpi Símans fyrir sextugustu keppnina í Austurríki.

Við hjá Símanum fórum varlega af stað með fjórtán íslenskum Eurovision lögum í karókíútgáfu í Sjónvarpi Símans fyrir ári síðan. Nú eru lögin í karókíinu orðin 170, íslensk og erlend; partýsöngvar, ættjarðarlög og ballöður, og hafa þau verið spiluð nærri 250 þúsund sinnum.

Síðasta framlag okkar Íslendinga, Enga fordóma, trónir á toppnum í karókíinu í Sjónvarpi Símans. Draumur um Nínu, framlag okkar árið 1991, fylgir Pollapönkurunum fast eftir. Íslensku Eurovision-lögin hafa verið sungin nærri 100 þúsund sinnum þetta ár í karókíi Sjónvarps Símans.

Nýju lögin eru:

1. Rise Like a Phoenix – Conchita Wurst (2014)
2. Calm after the Storm – The Common Linnets (2014)
3. Children of the Universe – Molly (2014)
4. Only Teardrops – Emmelie de Forest (2013)
5. Stay – Tooji (2012)
6. Euphoria – Loreen (2012)
7. Satellite – Lena (2010)
8. Fairytale – Alexander Rybak (2009)
9. Hard Rock Hallelujah – Lordi (2006)
10. Say it again – Precious (1999)
11. Diva – Dana International (1998)
12. Love Shine a Light – Katrina and the Waves (1997)
13. Hold Me Now – Johnny Logan (1987)
14. Making Your Minds Up – Bucks Fizz (1981)
15. What’s Another Year – Johnny Logan (1980)
16. Save Your Kisses for Me – Brotherhood of Man (1976)
17. Waterloo – ABBA (1974)
18. All Kinds of Everything – Dana (1970)


Allt

Síminn rukkar ekki fyrir símtöl til Nepals

27/04/2015 • By

Síminn hefur ákveðið að viðskiptavinir greiði ekki fyrir símtöl til Nepals út maí – Hvort sem hringt er úr heimasíma eða farsíma í nepölsk númer.

Á laugardag reið öflugur skjálfti yfir Nepal og féll mannskætt snjóflóð í kjölfarið í hlíðum Everest. Þúsundir hafi látist vegna afleiðinga skjálftans.


Allt

4G á sjó og landi

24/04/2015 • By

4GHúsavík er komið í 4G samband hjá Símanum. 4G farsímanet Símans nær til 82,5% landsmanna. Sendirinn á Húsavík er langdrægur, stendur á Húsavíkurfjalli og nær sambandið því út á Skjálfanda.
Húsvíkingar eru ekki þeir einu með glænýtt 4G samband; nýr 4G sendar eru nú í Þorlákshöfn og á Flúðum, einnig við Þrastarskóg. Við styrktum einnig 3G sambandið í síðustu viku. Nú eru nýir 3G sendar á Hellissandi, Öxl og Gröf við Vegamót.
4G farsímanet Símans hefur vaxið hratt síðustu mánuði. Nú fyrir páska setti Síminn upp 4G á Siglufirði, Dalvík og Flúðum. Einum milljarði var varið í farsímakerfi Símans á árinu 2014. Kerfið bara vex og vex, styrkist og eflist.
Auk mikillar uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði stefnir Síminn nú að stöðugri uppbyggingu á sjó. 4G langdrægt Símans verður sett upp á næstu átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið á sjó en Síminn býður sérstakt sjósamband fyrir sjófarendur – sem tryggir þeim samband um senda sem við landkrabbarnir teppum ekki. Gæðin og nethraðinn eru því meiri en ella.
sjókort 4G