Browsing Articles Written by

Guðmundur Jóhannsson

Allt

Sjónvarpsþjónusta Símans, fyrir alla

16/08/2018 • By

Fyrr í sumar sögðum við frá því að við værum að vinna að því að opna á sjónvarpsþjónustu Símans, óháð internetþjónustu.

Hingað til hafa myndlyklar fyrir sjónvarpsþjónustu Símans aðeins virkað í gegnum þau kerfi sem við höfum samninga við eins og kerfi Mílu, Tengis á Akureyri og fjölda ljósleiðarakerfa í sveitarfélögum víða um landið. En nú mun engu skipta yfir hvaða net internet kemur til þín, þú getur fengið sjónvarpsþjónustu Símans.

Þannig getur hver sem fengið myndlykil hjá okkur og notið þeirra yfir 7.500 klukkustunda af efni með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium, Tímaflakki og auðvitað Frelsi stöðvanna ásamt broti af þeim frábæru erlendu sjónvarpsstöðvum sem í boði eru. Eina sem myndlykilinn þarf er internet, hvort sem er þráðlaust eða í gegnum netsnúru. Skiptir þá engu hvort að internetið komi yfir ljósleiðara, kopar eða farsímakerfi.

Nú geta enn fleiri upplifað þá frábæru efnisveitu og sjónvarpsþjónustu sem að við bjóðum upp á. Sjónvarpsþjónusta Símans er þróuð af starfsfólki Símans og erum við afskaplega stolt af þjónustunni og sérstaklega af þeim móttökum sem hún hefur fengið hjá viðskiptavinum okkar. Það sjáum við best á fjölda spilana í Sjónvarpi Símans Premium sem slær hvert áhorfsmetið í hverjum mánuði.

Í fyrra hófum við samstarf við Disney og nú hafa enn fleiri titlar úr safni Disney bæst við Sjónvarp Símans Premium. Fjöldi titla er talsettur á íslensku og þær myndir sem höfða til eldri áhorfenda eru á ensku. Af myndum sem bæst hafa við er Toy Story þríleikurinn, Pocahontas, Mjallhvít, Gosi, Hringjarinn frá Notre Dame, Lilo og Narníu myndirnar sem byggðar eru á bókaflokki C.S Lewis.

Nýtt efni frá Disney mun bætast við í hverri viku og munum við teygja okkur eins og langt og við getum í geymslur Disney sem eru yfirfullar af heimsklassa afþreyingu fyrir alla aldurshópa.


Allt

Enn meira Disney!

15/08/2018 • By

Sjónvarp Símans Premium er heimili Disney á Íslandi en í efnisveitunni okkar hefur alltaf verið úrval kvikmynda frá þessum risa í Hollywood sem ekki bara hefur yfir öllum þessum fjölda þekktra teiknimynda að ráða heldur er Disney líka heimili Star Wars myndanna, Marvel ofurhetjanna og fjölda leikinna kvikmynda fyrir alla aldurshópa.

Nú fjölgum við úrvali af Disney efni sem um munar og er úrval Disney kvikmynda því nú meira en nokkru sinni fyrr í Sjónvarpi Símans Premium. Úrvalið mun breytast hægt og þétt, nýjar myndir koma inn og eldri myndir detta út enda safn Disney nær óþrjótandi og munum við reyna að velja myndirnar inn þannig að þær endurspegli sem mest og best það úrval sem að við höfum aðgang að hjá Disney og sé fyrir sem flesta.

Pocahontas, allar þrjár Toy Story myndirnar, Lilo og Stitch, The Incredibles, Narníu myndirnar byggðar á bókum C.S Lewis, Mjallhvít, Gosi, Hringjarinn frá Notre Dame og fleiri sígildar myndir eru nú komnar inn. Myndirnar eru auðvitað með íslensku tali en einnig má finna leiknar myndir á ensku úr hirslum Disney.

Undirbúið poppskálarnar, setjið SodaStream tækið á fullt gas og opnið Sjónvarp Símans Premium. Þá er kósý kvöldið klárt!


Allt

Fréttir af Sjónvarpsþjónustu Símans

06/06/2018 • By

Nú í haust mun sjónvarpsþjónusta Símans verða aðgengilegt fyrir alla, óháð internetþjónustu.

Hingað til hafa myndlyklar fyrir sjónvarpsþjónustu Símans aðeins virkað í gegnum þau kerfi sem við höfum samninga við eins og kerfi Mílu, Tengis á Akureyri og fjölda ljósleiðarakerfa í eigu sveitarfélaga víða um landið. En í haust mun engu skipta yfir hvaða net internetið kemur til þín, þú getur fengið Sjónvarp Símans.

Þannig getur hver sem er fengið myndlykil og notið þeirra yfir 7.500 klukkustunda af efni sem Sjónvarp Símans Premium hefur upp á að bjóða ásamt öðru efni sem hægt er að finna í sjónvarpsþjónustu okkar. Skiptir engu hvort að myndlykilinn sé tengdur beint í beini (router), yfir þráðlaust net eða yfir farsímakerfi. Hann bara virkar, einfaldara verður það ekki.

Við erum afskaplega spennt fyrir þessum breytingum, þær munu gefa enn fleiri heimilum kost á því að njóta alls þess frábæra efnis sem við bjóðum upp á.

Fylgist með í haust!

 


Allt

Sjónvarpsstjórinn mælir með

16/04/2018 • By

Framboðið af efni í Sjónvarpi Símans Premium eykst í viku hverri og enn fleiri þættir en áður koma inn strax daginn eftir að þeir eru frumsýndir erlendis.

Við ákváðum að rýna aðeins ofan í áhorfstölur á erlendu sjónvarpsþáttunum, margt forvitnilegt sem kemur þar í ljós. Shonda Rhimes, höfundur Grey’s Anatomy t.d. virðist alltaf slá í gegn, skiptir engu hvað hún hendir út því alltaf fær það áhorf.

Family Guy, sem hafa verið í framleiðslu í að verða 20 ár þó með hléum eru alltaf vinsælir og The Voice USA fær alltaf sitt áhorf ásamt auðvitað Bachelor, Bachelorette og Survivor, þeir sem fíla raunveruleikaþætti þurfa sinn skammt.

Við tökum hér saman 10 erlendar þáttaraðir sem gætu hafa farið framhjá þér, enda mikið efni í Sjónvarpi Símans Premium og því alltaf eitthvað sem fer framhjá manni. Maður hefur heldur ekki tíma fyrir allt og stundum nennir maður ekki að byrja á einhverju nýju. Í engri sérstakri röð viljum við benda á þessa þætti.

Station 19
Dramatísk þáttaröð úr smiðju Shondu Rhymes auðvitað. Þættirnir gerast í Seattle eins og svo oft í söguheimi Shondu og eru svokallaðir spin-off þættir úr Grey’s Anatomy. Sami söguheimur en annað fólk og í stað spítala og starfsfólksins þar erum við að fylgja eftir slökkviliðsmönnum.

Instinct
Alan Cumming sem margir muna eftir úr The Good Wife leikur hér háskólakennara sem aðstoðar lögregluna við að leysa flókin sakamál. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókaflokki Murder Games.

Billions
Þriðja þáttaröðin af Billions er farin að rúlla. Þættirnir hafa fengið mikið lof sem og verðlaun og hafa verið með þeim vinsælustu í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrri tvær þáttaraðirnar eru auðvitað inni nú þegar og bíða þín ef þú átt þessa veislu eftir.

For the People
Shonda Rhymes gott fólk! Nú eru það ungir lögfræðingar sem takast á í réttarsölum New York borgar.

The Good Fight
Aðrir spin-off þættir, nú úr söguheimi The Good Wife þáttanna sem margir muna eftir. Þættirnir byrja ári eftir að The Good Wife hætti og nú fylgjum við eftir Diane Lockhart sem var ein aðal aukapersónan í The Good Wife.

The Walking Dead
Gagnrýnendur eru á einu máli að The Walking Dead sé einhver óhugnalegasta þáttaröð allra tíma. Uppvakningar og aftur uppvakningar, algjör veisla fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.

Family Guy
Kolsvartur húmor, rugl og vitleysa er einkennismerki Family Guy. Teiknimyndir fyrir fullorðna bara svo að það sé tekið fram.

The Voice USA
Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Þjálfarar í nýjustu þáttaröðinni eru Blake Sheldon, Adam Levine, Kelly Clarkson og Alicia Keys.

The Resident
Læknadrama af bestu gerð segja þeir sem horft hafa á. Sögusviðið er Chastain Park Memorial spítalinn í Atlanta þar sem læknar með ólíkar aðferðir og hugsjónir starfa. Matt Czuchry sem lék Cary Agos í The Good Wife fer með aðalhlutverkið.

Rise
Skemmtileg þáttaröð sem byggð er á sönnum atburðum og segir frá menntaskólakennara sem fær tækifæri til að blása lífi í leiklistarklúbb skólans. Aðalhlutverkið leikur Josh Radnor úr How I Met Your Mother.


Allt

Páskarnir í Sjónvarpi Símans Premium

27/03/2018 • By

Efnisveitan okkar Sjónvarp Símans Premium sér til þess að engum ætti að leiðast yfir páskana. Mikið af frábæru efni hefur bæst við síðustu vikur og daga sem ætti að gleðja alla aldurshópa.

Enn fleiri ævintýri úr draumasmiðju Disney hafa bæst við inn og má þarf helst nefna töffarann Vaiana, borgardýrin í Zootropolis, endurgerð The Jungle Book þar sem við fylgjumst með Móglí sjálfum ásamt Lísu í Undralandi og Pete´s Dragon.

 

Gudjohnsen er komin inn í Sjónvarp Símans Premium, allir þættirnir en í þeim gera æskuvinirnir Sveppi og Eiður Smári Gudjohnsen upp feril Eiðs Smára allt frá upphafi vinskapar þeirra í Breiðholti til Nou Camp með Messi í Barcelona ásamt öllum hinum liðunum. Frábærir þættir þar sem við sjáum Eið Smára í nýju ljósi og Sveppi fer á kostum sem sögumaður og fararstjóri þáttanna.

 

Ólafur Örn Ólafsson fer á Kokkaflakk en öll þáttaröðin er líka komin inn í Sjónvarp Símans Premium. Ólafur heimsækir nokkrar stórborgir heimsins þar sem íslenskir matreiðslumenn eru að slá í gegn. Hann gefur sig á tal við þessa frábæru fulltrúa lands og þjóðar, ræðir við þau hvaðan innblásturinn fyrir öllum þessum frábæra mat kemur ásamt því auðvitað að sýna okkur og smakka matinn. Tæknin gerir okkur því miður ekki enn kleift að leyfa ykkur að smakka. Kannski seinna.

Við viljum sömuleiðis mæla með Trúnó. Í þáttunum eru Sigríður Thorlacius, Emilíana Torrini, Ragga Gísla og Lay Low heimsóttar og þær fara um víðan völl og segja okkur frá tónlist sinni en það sem meira er, þær segja okkur frá stórum atburðum úr lífi sínu sem hafa haft áhrif á þær sem manneskjur sem og auðvitað tónlistarsköpun þeirra.

Í byrjun apríl kemur svo heil þáttaröð af nýjum þáttum, Strúktúr þar sem Berglind Berndsen fjallar um íslenska hönnun og arkitektúr frá a til ö.

Billions er svo loks byrjað að rúlla aftur en fyrsti þátturinn var að koma inn. Þættirnir hafa fengið mikið lof sem og verðlaun og hafa verið með þeim vinsælustu í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrri tvær þáttaraðirnar eru auðvitað inni nú þegar og mælum við sterklega með þeim fyrir þá sem hafa ekki kíkt á Billions.

Ef þú ert á leið í sumarbústaðinn geturðu auðvitað tekið Sjónvarp Símans Premium með þér. Hægt er að taka 4K myndlyklana okkar með og tengja við öll þráðlaus net ásamt því að við vorum að setja í loftið uppfærða útgáfu af Sjónvarpi Símans appinu fyrir snjalltæki (Android og iOS).


Allt

Opnunartími um páskana

27/03/2018 • By

Páskafrí, páskaegg og páskaopnun. Páskafríið er byrjað hjá mörgum, páskaeggin eru mörg hver komin upp í skáp og einhverjir vilja vita hvernig opnunartími verslana og þjónustuvers Símans verða yfir þessa páska. Hér er yfirlit yfir opnunartíma í einni töflu. Starfólk Símans óskar viðskiptavinum sem og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

Facebook síða Símans mun ekki svara skilaboðum yfir páskahátíðarnar, bendum á Þjónustuver Símans og netspjall á siminn.is eins og opnunartíminn segir til um.

Þjónustuvefur Símans lokar svo auðvitað aldrei en þar er hægt að afgreiða flest allt á eigin spýtur.

Verslun Kringlunni Verslun Smáralind Verslun Ármúla Verslun Glerártorgi
Skírdagur 13:00 – 18:00 13:00 – 18:00 Lokað 13:00 – 18:00
Föstudagurinn langi Lokað Lokað Lokað Lokað
Laugardagur 31.mars 10:00 – 18:00 11:00 – 18:00 Lokað 10:00 – 18:00
Páskadagur Lokað Lokað Lokað Lokað
Annar í Páskum Lokað Lokað Lokað Lokað

 

Tæknileg Aðstoð 8007000 Söluráðgjöf 8007000 Reikningaþjónusta 8007000
Skírdagur 14:00 – 20:00 Lokað Lokað
Föstudagurinn langi Opið í Netspjalli á siminn.is 14:00 – 20:00 Lokað Lokað
Laugardagur 31.mars 12:00 – 20:00 Lokað Lokað
Páskadagur Opið í Netspjalli á siminn.is 14:00 – 20:00 Lokað Lokað
Annar í Páskum 14:00 – 20:00 Lokað Lokað

Allt, Sjónvarp

Nýtt viðmót í Sjónvarpi Símans

19/03/2018 • By

Nú er byrjuð að rúlla út hægt og rólega ný uppfærsla á viðmóti sjónvarpsþjónustu Símans. Í fyrsta holli fer uppfærslan til þeirra viðskiptavina okkar sem eru með SagemCom 4K myndlykil en þeir þurfa að endurræsa til að nýja viðmótið.

Við höfum unnið lengi að þessu nýja viðmóti og starfsmenn hafa verið með það í prófunum heima hjá sér síðustu mánuði. Það er ekki bara verið að uppfæra viðmótið sjálft heldur uppfærum við einnig hluta af bakenda til að allt virki betur saman.

Nýja viðmótið er hannað á þann hátt að allt það efni sem má finna inni í sjónvarpsþjónustu Símans, bæði okkar efni í Sjónvarpi Símans Premium, frá RÚV og Stöð2 njóti sín betur og auðveldara sé að finna nýtt efni til að horfa á eða halda áfram þar sem frá var horfið.

Um er að ræða nýtt útlit frá grunni. Stöðvar sem eru í háskerpu (HD) fara nú fremst í rásaval hafi viðskiptavinur valið að hafa HD efni sem sjálfgildi. Hafi það ekki verið gert er nóg að smella á Menu takkann á fjarstýringu, velja Mynd og hljóð og velja HD sem sjálfgildi.

Leit að efni er orðin einfaldari, öll flokkun á efni er skýrari og markvissari og allt sjónvarpsefni byggt á þínum áskriftum er dregið saman á forsíðu Sjónvarps Símans.

Textamál fá uppfærslu en nú verður ekki bara hægt að velja íslenska texta heldur einnig enska, pólska, sænska, danska og spænska svo eitthvað sé nefnt þar sem við höfum aðgang að slíkum textum.

Þegar horft er á línulega dagskrá hefur viðmótið verið uppfært sömuleiðis. Rásanúmer og dagskrárupplýsingar eru nú neðar á skjánum í stað efst ásamt því að dýpri upplýsingar birtast þegar flakkað er á milli rása. Tímaflakk er orðið öflugra, enn betra er að flakka á milli daga og dagskrárliða til viðbótar við ítarlegri upplýsingum um dagskrárefnið.

Þeir viðskiptavinir sem hafa uppfærðan Technicolor beini (router) eða SagemCom beini fá YouTube app í myndlykilinn. Sé viðskiptavinur með 4K sjónvarp er YouTube appið með 4K stuðning en annars spilast efnið í háskerpu eða lágskerpu allt eftir því í hvaða gæðum efnið er í á YouTube. Öll notkun á YouTube appinu telur sem notkun á inniföldu gagnamagni rétt eins og notkun á YouTube í tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu. Hægt er að kasta YouTube spilun af snjalltæki yfir á myndlykilinn sé snjalltækið tengt á þráðlaust net á heimilinu. Og ef þú skráir þig inn með þínum YouTube aðgangi eru þínir spilunarlistar og saga öll á einum stað.

 

Við erum afskaplega stolt og ánægð með þetta nýja viðmót, það er hannað og forritað af okkur og við því ótrúlega spennt að heyra viðtökur viðskiptavina okkar um þetta nýja viðmót í Sjónvarpi Símans.

 


Allt

Tæki og tól fyrir fermingarbarnið

13/03/2018 • By

Páskaeggjaáti fylgja fermingarveislur en það má klárlega finna hinna einu réttu fermingargjöf í verslunum Símans.

Símar, frábærir hátalarar og snjallúr eru frábær gjöf, auðvitað til í mismunandi verðflokkum.

Í engri sérstakri röð mælum við með :

  1. iPhone X, flaggskip Apple. Snjallsíminn enduruppgötvaður segja þeir.
  2. LG V30, frábær snjallsími frá LG. Með formagnara sem tryggir enn betri hljóðgæði fyrir tónelskandi fermingarbörn. Tilboðsverð 109.990 kr.  í stað 119.990 kr.
  3. LG Q6, ein bestu kaupin í dag. Öflugur sími með góðum skjá og myndavél en kostar ekki nema 29.990 kr. Tilboðsverð 29.990 kr. í stað 39.990 kr.
  4. LG G6, frábær uppfærsla á G5. Skjárinn hreint út sagt ótrúlegur með æðislegri myndavél. Tilboðsverð 69.990 kr. í stað 79.990 kr.
  5. Fitbit Ionic snjallúr sem mælir alla hreyfingu og svefn. Tilboðsverð 39.990 kr. í stað 46.990 kr.
  6. Apple Watch, hinn besti félagi fyrir alla iPhone eigendur. Fylgist með hreyfingu og verður þinn besti vinur.
  7. Sony XZ Premium, það besta frá Sony á frábæru fermingartilboði. Tilboðsverð 89.990 kr. í stað 109.990 kr.
  8. Sony Xperia XZ1. Nú á 30.000 kr. afslætti, tilvalinn á gjafaborðið. Tilboðsverð 69.990 kr. í stað 99.990 kr.
  9. Soundboks, hátalari sem fer alla leið upp í ellefu. 119 desibel, 30 klukkustunda rafhlöðuending. Þetta er alvöru hátalari! Tilboðsverð 89.990 kr. í stað 119.990 kr.
  10. Tosing kareoke hljóðnemi, lætur alla þína söngstjörnu drauma rætast inni í herbergi eða frammi í stofu.
  11. Libratone Zipp Mini, lítill og nettur bluetooth og WiFi hátalari. Dönsk hönnun sem fyllir herbergið af hljómþýðum tónum. Tilboðsverð 19.990 kr. í stað 27.990 kr.
  12. Libratone Zipp, stóri bróðir Zipp Mini. Bara aðeins háværari, stærri og sterkari. Tilboðsverð 29.990 kr. í stað 44.990 kr.
  13. Apple HomePod, snjall hátalarinn frá Apple. Hljómar ekki bara yndislega heldur er leikur einn að setja hann upp.
  14. Libratone Too, sá minnsti en hljóðgæðin eru samt ekkert lítil. Ryk og rakavarinn og hentar því vel í hvað sem er. Tilboðsverð 14.990 kr. í stað 19.990 kr.

30GB af gagnamagni fylgja öllum seldum farsímum. Kíktu á úrvalið á siminn.is/ferming eða kíktu í næstu verslun Símans.


Allt

Spotify Family hjá Símanum

01/02/2018 • By

Loksins, loksins, loksins segjum við og margir aðrir munu segja það sama því nú getum við loksins sagt já við einni algengustu spurningu sem að við fáum.

Nú er hægt að kaupa Spotify Family hjá Símanum. Hvað er Spotify Family? Góð spurning. Spotify Family er fjölskylduáskrift fyrir Spotify þannig að aðeins er greitt eitt gjald fyrir áskriftina sem gefur þér og allt að fimm öðrum fjölskyldumeðlimum Spotify Premium áskrift. Eina reglan er að allir verða að búa undir sama þaki.

Allir í fjölskyldunni geta haft sinn eigin aðgang þannig að lagalistar, hlustunarsaga og það sem Spotify mælir með fyrir þig er bara út frá þinni hlustun. Tónlistarsmekkur barnanna mengar því ekki Discover Weekly eða árslistann þinn og ólíkur smekkur maka ruglar ekki algrímið í rýminu, allir eru bara með sína sjálfstæðu áskrift hjá Spotify. Yndislegt alveg!

Viðskiptavinir með farsíma og Spotify hjá Símanum halda áfram að streyma sinni tónlist á 0.kr á farsímaneti Símans, alveg sama hvort að það sé Spotify Premium áskrift eða fjölskylduáskrift.

Spotify Premium áskrift kostar 1250 kr. en Spotify Family kostar 1850 kr.

 


Allt

Hvernig bæti ég þráðlausa netið mitt?

22/01/2018 • By

Fjöldi nettengdra tækja á heimilum fjölgar á hverju ári. Tölvurnar, símarnir, spjaldtölvurnar, leikjatölvurnar, sjónvarpið, AppleTV-ið, sous vide græjan og bara eiginlega allt er með þráðlausu neti í dag.

Öll tækin þurfa samband og það gott samband. Við finnum fljótt ef þráðlausa netið er ekki að standa sig, verðum pirruð enda viljum við öll að tæknin bara virki. En þetta er ekki alltaf svona einfalt.

Það er nefnilega margt sem hefur áhrif á þráðlausa netið heima hjá okkur.

Þráðlaus net eru bara útvarpsbylgjur, sem keyra á 2.4Ghz og 5Ghz tíðnisviði. 2.4Ghz tíðnisviðið nær lengra en ber minni hraða. 5Ghz aftur á móti nær styttra en nær miklu meiri hraða. Svo skiptir máli hvaða staðal af þráðlausu neti routerinn (beinir) þinn er að nota. Sé um mjög gamlan router að ræða styður hann mögulega ekki nýjustu tækni og þar með minni hraða.

Steypa, járn og stál, önnur þráðlaus tæki og nær flest allt hefur áhrif á þráðlausa netið. Allt sem er á milli þín og routers dempar merkið að einhverju leyti. Þess vegna vegna skiptir staðsetning hans öllu máli þegar kemur að því að ná góðu þráðlausu sambandi.

Þú vilt hafa router þannig staðsettan að hann sé miðsvæðis heima heima þér, þannig ætti merkið að berast sem best um allt En sé íbúðin eða húsið stærra en ca. 100 fermetrar og/eða á fleiri en einni hæð þarf oftar en ekki að auka fjölda senda til að þráðlausa netið verði sem best og nái sem víðast.

Við bjóðum nokkrar lausnir í þeim efnum og viðskiptavinir okkar fá afslátt af þessum búnaði.

Fyrir þá sem þurfa rétt að bæta merkið mætti benda á Movistar netpunktinn eða AirTies 4920 en hann má einnig fá í stærri útgáfum og eru þá tveir eða þrír í pakka. Allt eftir því hversu langt þarf að bera þráðlausa netið. Uppsetning á þessum tækjum er einföld og þráðlausa netið verður strax betra.

Þeir allra kröfuhörðustu geta svo skoðað Unifi sendana, þeir eru dýrari en bjóða upp á enn meiri möguleika, stillingar og slíkt fyrir þá sem hafa áhuga á því. En fyrir venjuleg heimili í almennri netnotkun myndu bæði Movistar og AirTies vera meira en nóg.

Kíktu í næstu verslun Símans, starfsfólk okkar er boðið og búið að finna út með þér hvað hentar best fyrir þig.