Browsing Articles Written by

admin

Allt, Auglýsing

#RIG14 – Reykjavik International Games

16/01/2014 • By

rig2014_logo

Reykjavik International Games eru orðinn fastur liður í hverjum janúarmánuði og sem fyrr er Síminn einn af samstarfsaðilum leikanna. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri og hefur fjöldi erlendra keppenda staðfest komu sína.

Við leggjum mikla áherslu á að keppendur og gestir nýti tæknina við að auka veg leikanna og hvetjum við því alla til að vera með símana á lofti á meðan leikunum stendur, taka myndir og myndbönd og deila þeim á miðla á borð við Facebook, Instagram og Twitter. Ekki gleyma myllumerkinu #rig14.

M.RIG.IS

Í ár leggur Síminn til farsímasíðuna m.rig.is, en þar er hægt að skoða myndastraum af Instagram eða fylgjast með dagskránni og nýjustu fréttum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í annað skiptið sem við vinnum með svona í kringum íþróttamót, en það að fá upplýsingarnar beint í snjallsímann sinn auðveldar bæði keppendum og gestum að vera með það á hreinu hvert og hvenær það á að mæta.

Að lokum hvetjum við alla til þess að mæta á “RIGGAROB”, opnunarhátíð RIG sem haldin er klukkan 16 í Bláfjöllum á morgun, föstudaginn 17. janúar. Þar verður keppt í samhliða svigi auk þess sem nokkrir af færustu brettaköppum landsins munu sýna listir sínar. Í tilefni af hátíðinni verður ókeypis í fjallið fyrir þá sem koma fyrir klukkan 17.

Kíktu á m.rig.is og finndu þína íþrótt og mættu svo á staðinn til að grípa ótrúleg augnablik.


Allt

Opnunartími yfir hátíðarnar

19/12/2013 • By

Nú fer alveg að líða að hátíðum og það kallar á hátíðaropnanir í verslunum. Síminn er með 4 verslanir, í Ármúla, Kringlu, Smáralind og á Glerártorgi, Akureyri.

Opnunartíminn í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi fylgir opnunartíma verslunarmiðstöðvanna. Verslun í Ármúla verður með sérstaka jólaopnun núna á laugardaginn 21. desember, en lokað verður á sunnudag.

Annars er opnunartíminn er sem hér segir:

Verslanir Glerártorg Smáralind Kringla Ármúli
Laugardagur 21. des 10-22 11-22 10-22 10-16
Sunnudagur 22. des 10-22 11-22 10-22 LOKAÐ
Þorláksmessa 10-23 11-23 10-23 9-18
Aðfangadagur 10-12 10-13 10-13 9-13
Jóladagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
Annar í jólum LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
Föstudagur 27. des 10-18:30 11-19 10-19 9-18
Laugardagur 28. des 10-17 11-18 10-18 LOKAÐ
Sunnudagur 29. des 13-17 13-18 13-18 LOKAÐ
Mánudagur 30. des 10-18:30 11-19 10-18:30 9-18
Gamlársdagur 10-12 10-13 10-13 9-13
Nýársdagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
Fimmtudagur 2. jan 10-21 11-21 10-18:30 9-18

Fyrir þá sem vilja fá þægilega þjónustu heima í stofu er opnunartími í símaveri eftirfarandi:

8007000 Þjónustuver Söluráðgjöf Fyrirtækjaráðgjöf
Laugardagur 21. des 10-22 LOKAÐ LOKAÐ
Sunnudagur 22. des 10-22 LOKAÐ LOKAÐ
Þorláksmessa 09-22 09-18 09-17
Aðfangadagur 09-16 09-12 09-12
Jóladagur 14-22 LOKAÐ LOKAÐ
Annar í jólum 12-22 LOKAÐ LOKAÐ
Föstudagur 27. des 09-22 09-18 09-17
Laugardagur 28. des 10-22 LOKAÐ LOKAÐ
Sunnudagur 29. des 10-22 LOKAÐ LOKAÐ
Mánudagur 30. des 09-22 09-18 09-17
Gamlársdagur 09-16 09-12 09-12
Nýársdagur 14-22 LOKAÐ LOKAÐ
Fimmtudagur 2. jan 09-22 09-18 09-17

Gleðilega hátíð!


Auglýsing

Segjum sögur

08/06/2013 • By

Á hverjum degi verða til nýjar sögur og á hverjum degi segjum við vinum okkar, fjölskyldu og vinnufélögum þessar sögur. Við notkum tæknina til að segja sögur. Við sendum þær í SMS-um, í Facebook skilaboðum, í tölvupósti og svo auðvitað tökum við upp símann og segjum þær. Þetta hefur alla tíð verið ríkt í Íslendingum og höfum við ríka sagnahefð frá forfeðrum okkar.

segjumsogur1

Síðustu vikur hefur Síminn líka verið að segja sögur. Sagan af Hrekkjalómafélaginu í Vestmannaeyjum hefur verið sýnd í sjónvarpi og sögurnar af Steinunni Völu og Steingrími Inga hafa birst í dagblöðum.

En núna viljum við segja sögur með ykkur! Þess vegna höfum við opnað vefinn SegjumSogur.is þar sem fólk getur sent inn sínar sögur. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir góðar sögur í hverri viku. Til dæmis munum við gefa Samsung Galaxy S4 strax næsta föstudag, þannig það er til mikils að vinna!

Segðu sögur með okkur í allt sumar á stærsta farsímaneti landsins!


Allt

Lay Low í beinni á Siminn.is – #laylowlive

01/05/2013 • By

Laugardaginn 4. maí klukkan 21 mun verður haldinn einstakur viðburður. Þá mun hún Lay Low bjóða landi, þjóð og öllum heiminum á tónleika í stofunni heima í stofunni hjá sér . Tónleikunum verður nefnilega streymt á netinu í boði Símans. Tónleikarnir verða teknir upp samhliða streyminu og því geta aðdáendur Lay Low bráðlega keypt tónleikaplötu frá söngkonunni.

703840fe6048401604e6fbb992c6f2f4

Lay Low hefur gert það gott undanfarin ár bæði hér heima og erlendis og hefur meðal annars farið á tónleikaferðalög með Of Monsters and Men og bresku hljómsveitinni Daughter.

Við hvetjum alla til þess að heimsækja siminn.is/laylowlive og horfa á þennan einstaka viðburð í beinni útsendingu og taka þátt í umræðunni á Twitter undir merkinu #laylowlive.

Vertu heima í stofu á laugardaginn og horfðu á Lay Low spila, heima í stofu með Símanum.


Allt

Gríptu ótrúleg augnablik – #RIG13

25/01/2013 • By

Núna um helgina hefst seinni keppnishelgin á Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games. Um síðustu helgi var keppt í fullt af skemmtilegum greinum eins og frjálsum, fimleikum, júdó og mörgum fleirum. Núna verður hins vegar keppt m.a. í ólympískum lyftingum, keilu, dansi og sundi, ásamt fleiri greinum. Nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má finna á heimasíðu RIG – www.rig.is.

Síminn er samstarfsaðili RIG og hefur verið það frá upphafi. Við erum mjög stolt af því að koma að þessum flotta viðburði og það verður gaman að fylgjast með honum vaxa í framtíðinni. Við hvetjum alla að fara og verða vitni að frábærum íþróttaafrekum um helgina.

Að sama skapi hvetjum við fólk til að taka þátt í að deila myndum á Instagram, Facebook og Twitter. Merki keppninnar er #RIG13. Nú þegar hefur fjöldinn allur af myndum borist inn og við búumst við enn meiri fjölda um helgina. Því er um að gera að hafa snjallsímann á lofti, grípa ótrúleg augnablik og deila þeim með vinum sínum.

Síðast en ekki síst viljum við þakka ykkur sem hafa horft á og deilt myndbandinu þar sem fimleikamaðurinn Jón Sigurður úr Ármanni skorar 4 körfur í röð með fótunum á meðan hann sveiflar sér á slá. Myndbandið var framleitt til að vekja athygli á Reykjavíkurleikunum og hefur það núna fengið um 70.000 áhorf. Eins og áður hefur komið fram var myndbandinu breytt með 3D tæknibrellum, en það gerir það samt ekkert minna skemmilegt.


Android, Fróðleikur, GSM, iPhone

Snjallsímanámskeið alla þriðjudaga

11/01/2013 • By

iPhone_5_white_lVegna mikilla vinsælda höfum við ákveðið að halda fleiri snjallsímanámskeið. Mætingin á námskeiðin hefur verið frábær og margar góðar spurningar komið fram.

Námskeiðin verða haldin alla þriðjudaga héðan af í verslun Símans, Ármúla 27, og mun námskeiðunum vera skipt í Android námskeið annars vegar og iPhone námskeið hins vegar. Android notendur mæta klukkan 17:00 en iPhone notendur klukkan 18:00.

Farið verður í gegn um helstu atriði sem gott er að vita auk þess sem við mælum með þeim öppum sem okkur finnst mikilvægust og skemmtilegust hverju sinni.

Námskeiðin eru ókeypis og við hvetjum alla til þess að mæta og læra meira á símann sinn. Skráning á námskeiðinn fer fram á vefslóðinni siminn.is/namskeid.


Sjónvarp

50% afsláttur í VOD-inu á miðvikudögum í janúar

09/01/2013 • By

Magnaðir miðvikudagar snúa aftur núna í janúar. Nú verður boðið upp á 50% afslátt af öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans. Það er því gráupplagt að nýta sér VOD-ið á dimmum vetrarkvöldum í janúar.

Meðal efnis sem er í Sjónvarpi Símans má nefna:Svarturaleik
Svartur á leik
Intouchables
Ice Age 4
The Dark Night Rises
Bourne Legacy
The Watch
The Campaign
Frost
….og yfir 5000 aðrir titlar.

Smelltu á VOD takkann á fjarstýringunni og leigðu þér mynd eða sjónvarpsþátt með 50% afslætti á miðvikudögum í janúar.


Allt

Opnunartími yfir hátíðarnar í verslunum Símans.

20/12/2012 • By

Nú fer alveg að líða að hátíðum og það kallar á hátíðaropnanir í verslunum. Síminn er með 4 verslanir, í Ármúla, Kringlu, Smáralind og á Akureyri.

Opnunartíminn í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi fylgir opnunartíma verslunarmiðstöðvanna. Í ár munum við hins vegar prófa að hafa verslun okkar í Ármúla opna, síðustu dagana fyrir jól, þrátt fyrir að hún sé yfirleitt lokuð um helgar.

Annars er opnunartíminn er sem hér segir:

Ármúli Kringlan Smáralind Akureyri
20.des kl. 09-18 kl. 10-22 kl. 11-22 kl. 10-22
21.des kl. 09-18 kl. 10-22 kl. 11-22 kl. 10-22
22.des kl. 12-18 kl. 10-22 kl. 11-22 kl. 10-22
23.des kl. 12-18 kl. 10-23 kl. 11-23 kl. 10-23
24.des kl. 09-13 kl. 10-13 kl. 10-13 kl. 10-12
25.des LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
26.des LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
27.des kl. 09-18 kl. 10-21 kl. 11-21 kl. 10-18:30
28.des kl. 09-18 kl. 10-19 kl. 11-19 kl. 10-18:30
29.des LOKAÐ kl. 10-18 kl. 11-18 kl. 10-17
30.des LOKAÐ kl. 13-18 kl. 13-18 kl. 10-17
31.des kl. 09-13 kl. 10-13 kl. 10-13 kl. 10-12
1.jan LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
2.jan kl. 09-18 kl. 10-18:30 kl. 11-19 kl. 10-18:30

Gleðileg jól!


Fróðleikur, GSM

Snjallsímanámskeið í desember og janúar

10/12/2012 • By

Áttu iPhone, Android, Windows Phone eða annan snjallsíma? Langar þig að læra meira á hann? Skráðu þig á snjallsímanámskeið!

Í tilefni af snjallsímajólunum 2012 ætlum við að bjóða þér að koma og fá kennslu á símann þinn. Ekki verður um eiginlegan fyrirlestur að ræða heldur verður fyrirkomulagið bara létt og skemmtilegt. Farið verður yfir helstu stillingar í símum, póstforrit og svo með hvaða öppum við mælum.

Námskeiðin eru haldin í verslun Símans, Ármúla 27 klukkan 17 og 18 og hægt er að skrá sig á eftirfarandi dagsetningar:

Desember
Þriðjudagur 11. desember
Fimmtudagur 13. desember

Janúar
Mánudagur 7. janúar
Miðvikudagur 9. janúar
Föstudagur 11. janúar

Það er því ekki eftir neinu að bíða. Skráðu þig eða fjölskylduna á snjallsímanámskeið hjá Símanum. Skráningar fara fram hér á Jólavef Símans.


Leikir

Instagram jólaleikur

07/12/2012 • By

Fangaðu jólastemninguna og vertu með í Instagram leik Símans!

Í hverri viku fram að jólum birtist hér á síðunni #merki vikunnar. Taktu mynd á símann þinn, smelltu henni á Instagram með #merki vikunnar og taggar @SiminnIsland í leiðinni. Í hverri viku verða 5 myndir valdar og myndasmiðirnir verðlaunaðir. Fyrir jól verður svo besta myndin valin og vinningshafinn vinnur nýja Samsung Galaxy Tab 2 7.0 spjaldtölvu ásamt jólakaupaukanum Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason.

Verðlaun:
1x Samsung Galaxy Tab 2 7.0
5x Snjallsímahanskar
5x Rafbókin Reykjavíkurnætur

Allir geta tekið þátt í leiknum og öllum er frjálst að senda inn fleiri en eina mynd.

Fangaðu jólaandann og vertu með í léttum jólaleik!