Allt

Huawei P30 Pro er mættur!

15/04/2019 • By

Huawei kynntu um daginn nýjasta flaggskip sitt, P30 Pro og hann virðist vera við fyrstu sýn alvöru flaggskip með fyrsta flokks íhlutum sem ættu að gera hann að einum besta snjallsíma sem völ er á í dag. Miðað við stuttar prófanir á símanum verður að segjast að þetta sé frábær sími, með geggjaðri myndavél!

P30 Pro er með 6,47″ OLED skjá, risastórri 4,200mAh rafhlöðu sem hægt er að hlaða upp í 70% hleðslu á hálftíma en hann styður einnig þráðlausa hleðslu, og öfuga hleðslu eins og Samsung Galaxy S10 þannig að þú getur hlaðið önnur tæki með því að setja þau á bakið á P30 Pro ef þau styðja þráðlausa hleðslu.

En fyrir utan fallega skjáinn, öfluga Kirin örgjörvann og 8GB í vinnsluminni er það myndavélin sem er stjarnan hér. Stórstjarna meira að segja.

Myndavélin, eða myndavélarnar öllu heldur eru hannaðar í samstarfi við myndavélaframleiðandann þekkta Leica en P30 Pro er með fjórar myndavélar ásamt sérstökum dýptarnema sem gerir bokeh áhrifin enn skarpari og betri en bokeh áhrif er þegar hlutir í forgrunni eru í fókus en allt annað fer úr fókus.

Þrjár myndavélar eru að aftan, 20MP últra víðlinsa, 40MP aðalmyndavél og 8MP aðdráttarlinsa. Huawei segja aðdráttarlinsuna ná 10x aðdrætti án þess að tapa gæðum og allt upp í 50x aðdrátt en þá með einhverjum áhrifum á gæði myndarinnar, það er eitthvað. Ný myndflaga er í P30 Pro sem aldrei hefur verið notuð í snjallsímum áður sem tekur inn 40% meiri birtu sem ætti að skila enn betri myndum en hafa sést í snjallsímum.

Sjálfumyndavélin að framan er svo 32MP með HDR stuðningi og sérstaklega hönnuð til að ná góðum myndum þar sem lítil birta er.

Með öllum seldum Huawei P30 Pro snjallsímum fylgir nýjasta snjallúrið frá Huawei, Huawei Watch GT sem býr yfir mörgum þeim eiginleikum sem að snjallúr eiga að hafa en það sem gerir það betra en mörg önnur er rafhlöðuendingin. Watch GT úrið þarf nefnilega ekki að hlaða nema á ca. tveggja vikna fresti.

Tilboðið gildir til 30. apríl.

Nánar má skoða dýrðina í næstu verslun Símans eða í vefversluninni okkar.