Allt

Svindlsímtöl frá Microsoft

22/02/2019 • By

Síðustu daga og vikur hafa erlendir svikahrappar hringt í íslensk númer og þykjast þeir vera þjónustufulltrúar hjá Microsoft. Tilgangur þeirra að þeirra sögn sé að tölva þess sem svarar sé sýkt af vírus eða annari óværu og ætli þeir að laga allt saman og koma öllu í rétt horf.

Um er að ræða svindl og tilgangur svikahrappanna er að setja inn óværu á tölvur þeirra sem falla fyrir þessu svindli. Með óværunni geta þeir svo gripið notendanöfn og lykilorð, kreditkortanúmer og í raun flest það sem að fer í gegnum tölvu sem þeir hafa náð til.

Það sem gerir þessi svindl símtöl trúverðugari en oft áður er að sum þeirra virðast koma frá íslenskum símanúmerum en ekki erlendis frá, þó þau komi líka. Ef svona símtöl koma inn og viðkomandi kynnir sig sem starfsmann Microsoft er einfaldast að skella á og halda áfram með daginn.

Nánari upplýsingar um málið má sjá hér á vef Microsoft.