Allt

Galaxy S10 lendir 8.mars

21/02/2019 • By

Í gærkvöldi kynnti Samsung nýjasta flaggskip sitt, Samsung Galaxy S10. En dokið við, Samsung kynnti ekki bara einn síma heldur þrjá.

Samsung Galaxy S10

S10 er eflaust fallegasti sími Samsung til þessa. Síminn er nær allur skjár, fyrir utan myndavélina að framan sem er í lítilli holu, efst í hægra horni á glæsilegum 6.1″ skjánum sem ekki aðeins skilar hárri upplausn heldur einnig með HDR10+ sem þýðir enn meiri skerpa, enn dekkri svartan lit og enn ljósari hvítan lit.

Skjárinn er svo með leynivopn, fingrafaraskanna sem er hluti af skjánum og sést ekki með berum augum. Nóg er að skella fingri á skjáinn og síminn aflæsir sig samstundis. Frábær nýjung sem kemur í stað fingrafaraskannans sem áður hefur verið á bakhlið Samsung síma.

Myndavélin er uppfærð og betri en nokkru sinni fyrr. Þrjár myndavélar eru á bakhliðinni en þar má finna 12 MP aðdráttarlinsu, 12 MP víðlinsu og aðra 16 MP ofurvíðlinsu. Að framan er svo sjálfumyndavélin, 10 MP sem skilar betri sjálfum og snöppum en nokkru sinni fyrr.

S10 hefur 128 GB geymslupláss og hefur SD minniskortarauf þannig að stækka má geymsluplássið eins og mann lystir. 8 GB af vinnsluminni má svo finna í S10, stuðning við WiFi 6 sem er nýjasti staðall af þráðlausu neti sem er svo nýr að fæstir beinar (router) eru byrjaðir að senda út internet heima í stofu skv. þeirri tækni.

Heyrnartólatengið er á sínum stað, sem ætti að gleðja einhverja en samt er síminn með IP68 sem þýðir að hann er vel raka og rykvarinn. S10 styður svo auðvitað þráðlausa hleðslu og ein spennandi nýjung sem S10 hefur er að hann styður öfuga þráðlausa hleðslu. Og hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að bakhlið símans getur hlaðið önnur tæki sem styðja þráðlausa hleðslu. Þannig er hægt að hlaða Galaxy Buds þráðlausu heyrnartólin sem fylgja með öllum forseldum tækjum beint í gegnum símann, eða hreinlega hjálpa vin í vanda sem er að verða rafhlöðulaus og skella símanum hans upp við þinn síma, þá byrjar hann að hlaða sig.

Samsung Galaxy S10 lendir hjá okkur 8.mars og forsalan er hafin. Með öllum S10 seldum í forsölu fylgir Samsung Galaxy Buds þráðlaus heyrnartól sem kynnt voru á sama tíma. Um er að ræða glæný heyrnartól sem eru smærri en fyrri útgáfur frá Samsung og lofa frábæru hljóði. Einnig fylgir 14 daga prufuáskrift að Sjónvarpi Símans Premium og Samsung hulstur fyrir símann.

Samsung Galaxy S10+

Plúsinn, stóri bróðir S10 var einnig kynntur til leiks. Um er að ræða eins síma og S10 nema með nokkrum auka eiginleikum, enda stóri bróðir. Fyrst má nefna að síminn er stærri og skjárinn því 6.4″.

S10+ er með tvær myndavélar að framan í stað einnar eins og S10, þar hafa Samsung bætt við 8 MP RGB dýptar myndavél sem hjálpar til við að gera sjálfurnar enn skarpari og betri.

Hann er svo með 12 GB af vinnsluminni og er fáanlegur í 128 GB, 512 GB og 1 TB (terabyte). Það vantar ekki geymsluplássið hér á bæ.

Forsalan er hafin í vefverslun Símans og S10+ lendir svo formlega þann 8.mars. Með öllum forseldum S10+ fylgja Samsung Galaxy Buds þráðlaus heyrnartól, 14 daga prufuáskrift að Sjónvarpi Símans Premium og Samsung hulstur fyrir símann.

Samsung Galaxy 10e

Litli bróðir S10 og S10+ var svo formlegur kynntur til leiks líka. Um er að ræða frábært tæki sem hefur allt það besta frá eldri systkinum sínum, á lægra verði.

S10e er með 5.8″ skjá, sem mörgum finnst hin fullkomna stærð af snjallsíma. Skjárinn er FullHD+ og styður HDR10+ eins og eldri systkini sín. S10e er ekki of stór, ekki of lítill. Síminn er með 10 MP sjálfumyndavél að framan, tveim myndavélum á bakhlið þar sem önnur er 12 MP víðlinsu myndavél en hin 16 MP ofurvíðlinsuvél og heyrnartólatengið er á sínum stað.
Forsalan á Samsung Galaxy S10e er hafin og tækin lenda 8.mars. Með öllum forseldum S10e fylgir Samsung hulstur og 14 daga prufuáskrift að Sjónvarpi Símans Premium.