Allt

Sjónvarp Símans Premium í janúar

16/01/2019 • By

Janúar er kannski rólegur hjá mörgum en það er ekki hægt að segja það sama um Sjónvarp Símans Premium. Það er fullt af spennandi efni að bætast við í janúar og allir ættu að finna efni við sitt hæfi. Hér höfum við tekið saman brot af því efni sem bætist við í janúar.

Escape at Dannemora

Leikkonan Patricia Arquette hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni en hún var að koma inn í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium. Hinn þekkti leikari Ben Stiller leikstýrir þáttunum sem byggjast á sönnum atburðum sem áttu sér stað árið 2015 þegar að tveir dæmdir morðingjar náðu að strjúka úr fangelsi í New York ríki.
Fjöldi þekktra leikara fara með hlutverk í þáttunum eins og Paul Dano, Benicio del Toro, David Moore.

The F-Word

Hinn kjaftfori skoski kokkur Gordon Ramsey stýrir hér skemmtilegri keppni þar sem venjulegar fjölskyldur fá tækifæri til að sanna færni sína í eldhúsinu. Og hann má nota f-orðið eins og hann vill.
Heil þáttaröð er nú komin inn í Sjónvarp Símans Premium.

Black Monday – 21.janúar

Nýir gamanþættir sem fjalla um 19. október 1987 sem kallaður er Svarti-mánudagur í sögu Wall Street en þá hrundi allt. Engin veit hver olli hruninu fyrr en nú. Don Cheadle leikur hér aðalhlutverkið ásamt Andrew Rannels og Reginu Hall um hóp fólks sem ekki er hluti af elítu Wall Street sem náði að láta stærsta fjármálamarkað heims hrynja. Þættirnir byrja 21.janúar en við setjum þá inn í Sjónvarp Símans Premium daginn eftir að þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum.

Lifum lengur – 22.janúar

Lifum lengur eru þættir um hvernig við getum axlað ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Hvað er það sem gerir okkur heilbrigðari? Hvernig breytum við okkar eigin lífi til betri vegar?
Markmiðið með þáttunum er að hafa áhrif á fólk og að nálgast viðfangsefnið á jákvæðann og fræðandi hátt þrátt fyrir að margar staðreyndir sem í þeim koma fram geti verið sláandi.
Öll þáttaröðin kemur inn í Sjónvarp Símans Premium þann 22. janúar.

Af öðru efni sem kemur inn í Sjónvarp Símans Premium í janúar má nefna aðra þáttaröðina af The Orville, Bachelor byrjar aftur í sýningum í nýrri þáttaröð, Good Trouble, The Fam og The Passage eru svo nýir þættir sem við bíðum spennt eftir að sjá.

Fyrir áhugasama eru svo hér listi yfir kvikmyndir sem bætast við í Sjónvarp Símans Premium í janúar :

Get Shorty – 4. janúar

Valkyrie – 4. janúar

Legally Blonde – 4. janúar

Legally Blonde 2 – 4. janúar

Pain & Gain – 4. janúar

Columbiana – 4. janúar

Detroit – 4. janúar

The Aristocats – 4. janúar

Transformers – 11. janúar

Transformers: Revenge of the Fallen – 11. janúar

Transformers: Dark of the Moon – 11. janúar

Transformers: Age of Extinction – 11. janúar

Emperor‘s New Groove – 11. janúar

Kronk‘s New Groove – 11. janúar

Rush Hour 3 – 18. janúar

Happy Gilmore – 18. janúar

World War Z – 18. janúar

Tron – 18. janúar

Definately Maybe – 25. janúar

Nightcrawler – 25. janúar

Tron: Legacy – 25. janúar