Allt

Sjónvarp Símans Premium í vetur

01/10/2018 • By

Sjónvarpsveturinn er hafinn í Sjónvarpi Símans Premium en á næstu vikum eigum við von á yfir 40 þáttaröðum. Haustlægðirnar eru byrjaðar að láta á sér kræla, gular viðvaranir verða reglulegri og því tímabært að koma sér vel fyrir í sófanum, setja poppið í skálina og tærnar upp í loft.

This Is Us

Þáttaröð sem beðið hefur verið eftir með óþreyju! Fær 8.8 í einkunn á IMDB og spilar allan tilfinningaskalann eins og hann leggur sig. Margir tala um að This is Us séu einhverjir bestu þættir síðari ára. Við erum að sigla í þriðju þáttaröðina þannig að ef þú átt þessa þætti eftir er um að gera að hámhorfa fyrstu tvær þáttaraðirnar sem bíða þín í Sjónvarpi Símans Premium.

F.B.I

Spennandi léttmeti um alríkislögregluna í Bandaríkjunum sem sýna okkur hvernig vitsmunir og tæknin leysa flókin og torveld viðfangsefni ásamt því auðvitað að bjarga Bandaríkjunum frá glötun. Ný þáttaröð frá sjálfum Dick Wolfe sem færði okkur Law & Order sem flestir Íslendingar þekkja.

Single Parents

Hvað gerist þegar að hópur einstæðra foreldra kemur sér upp stuðningsneti til að leita ráða hjá hvort öðru varðandi uppeldi barnanna og samskipta við hitt kynið? Jú, sjónvarpsþáttur um mæðratips hópinn á Facebook.

A Million Little Things

Af mörgum talin ein af stærri þáttaröðum vetrarins en þættirnir svipa til This is Us. Segir frá vinahópi sem ætlar að njóta lífsins betur og hugsa betur um náungann eftir að einn úr hópnum tók sitt eigið líf.

The Good Place

Ertu farinn til himna eða helvítis? Munurinn er kannski ekki eins mikill og að þú heldur. Gamanþáttur sem hefur fengið einróma lof og Emmy tilnefningar með Kirsten Bell og hinum eina sanna Ted Danson í aðalhlutverkum.

The Voice

The Voice snýr aftur og leitin að næstu stórstjörnu Bandaríkjanna er hafin! Rauði hnappurinn, snúningsstólarnir eru á sínum stað og þjálfarar í þetta sinn eru Adam Levine, Blake Shelton, Jennifer Hudson og Kelly Clarkson.

Survivor

Ótrúlegt en satt að þá er Survivor enn í fullum gangi og hann hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsæll. 37 þáttaröðin er hafin og nefnist hún Davíð gegn Golíat. 20 strandaglópar en aðeins einn sigurvegari.

Þetta er aðeins brotabrot af öllu því efni sem kemur inn í Sjónvarp Símans Premium í vetur. Við munum forsýna enn fleiri þætti en áður, sem þýðir að þeir koma inn í efnisveituna okkar daginn eftir að þeir eru sýndir erlendis. Af öðru efni sem er að koma inn má nefna :

Younger
Alone Together
Myans MC
Kidding
Rel
9-1-1
The Resident
Bull
The Gifted
American Housewife
Lee Daniel´s Star
New Amsterdam
How To Get Away With Murder
Chicago Med
The Cool Kids
MacGyver
Blue Bloods
Law & Order: SVU
The Neighborhood
Happy Together
SEAL Team
Station 19
Speechless
Will & Grace
Superstore
The Walking Dead
Madam Secretary
Crazy Ex-Girlfriend
Charmed
The Kids Are Alright
Black-ish
Ray Donovan

Og listinn gæti haldið áfram og áfram. Við erum spennt fyrir þessum sjónvarpsvetri og það eru fleiri spennandi hlutir væntanlegir.