Allt

Sjónvarpsþjónusta Símans, fyrir alla

16/08/2018 • By

Fyrr í sumar sögðum við frá því að við værum að vinna að því að opna á sjónvarpsþjónustu Símans, óháð internetþjónustu.

Hingað til hafa myndlyklar fyrir sjónvarpsþjónustu Símans aðeins virkað í gegnum þau kerfi sem við höfum samninga við eins og kerfi Mílu, Tengis á Akureyri og fjölda ljósleiðarakerfa í sveitarfélögum víða um landið. En nú mun engu skipta yfir hvaða net internet kemur til þín, þú getur fengið sjónvarpsþjónustu Símans.

Þannig getur hver sem fengið myndlykil hjá okkur og notið þeirra yfir 7.500 klukkustunda af efni með áskrift að Sjónvarpi Símans Premium, Tímaflakki og auðvitað Frelsi stöðvanna ásamt broti af þeim frábæru erlendu sjónvarpsstöðvum sem í boði eru. Eina sem myndlykilinn þarf er internet, hvort sem er þráðlaust eða í gegnum netsnúru. Skiptir þá engu hvort að internetið komi yfir ljósleiðara, kopar eða farsímakerfi.

Nú geta enn fleiri upplifað þá frábæru efnisveitu og sjónvarpsþjónustu sem að við bjóðum upp á. Sjónvarpsþjónusta Símans er þróuð af starfsfólki Símans og erum við afskaplega stolt af þjónustunni og sérstaklega af þeim móttökum sem hún hefur fengið hjá viðskiptavinum okkar. Það sjáum við best á fjölda spilana í Sjónvarpi Símans Premium sem slær hvert áhorfsmetið í hverjum mánuði.

Í fyrra hófum við samstarf við Disney og nú hafa enn fleiri titlar úr safni Disney bæst við Sjónvarp Símans Premium. Fjöldi titla er talsettur á íslensku og þær myndir sem höfða til eldri áhorfenda eru á ensku. Af myndum sem bæst hafa við er Toy Story þríleikurinn, Pocahontas, Mjallhvít, Gosi, Hringjarinn frá Notre Dame, Lilo og Narníu myndirnar sem byggðar eru á bókaflokki C.S Lewis.

Nýtt efni frá Disney mun bætast við í hverri viku og munum við teygja okkur eins og langt og við getum í geymslur Disney sem eru yfirfullar af heimsklassa afþreyingu fyrir alla aldurshópa.