Allt

Enn meira Disney!

15/08/2018 • By

Sjónvarp Símans Premium er heimili Disney á Íslandi en í efnisveitunni okkar hefur alltaf verið úrval kvikmynda frá þessum risa í Hollywood sem ekki bara hefur yfir öllum þessum fjölda þekktra teiknimynda að ráða heldur er Disney líka heimili Star Wars myndanna, Marvel ofurhetjanna og fjölda leikinna kvikmynda fyrir alla aldurshópa.

Nú fjölgum við úrvali af Disney efni sem um munar og er úrval Disney kvikmynda því nú meira en nokkru sinni fyrr í Sjónvarpi Símans Premium. Úrvalið mun breytast hægt og þétt, nýjar myndir koma inn og eldri myndir detta út enda safn Disney nær óþrjótandi og munum við reyna að velja myndirnar inn þannig að þær endurspegli sem mest og best það úrval sem að við höfum aðgang að hjá Disney og sé fyrir sem flesta.

Pocahontas, allar þrjár Toy Story myndirnar, Lilo og Stitch, The Incredibles, Narníu myndirnar byggðar á bókum C.S Lewis, Mjallhvít, Gosi, Hringjarinn frá Notre Dame og fleiri sígildar myndir eru nú komnar inn. Myndirnar eru auðvitað með íslensku tali en einnig má finna leiknar myndir á ensku úr hirslum Disney.

Undirbúið poppskálarnar, setjið SodaStream tækið á fullt gas og opnið Sjónvarp Símans Premium. Þá er kósý kvöldið klárt!