Allt

Fréttir af Sjónvarpsþjónustu Símans

06/06/2018 • By

Nú í haust mun sjónvarpsþjónusta Símans verða aðgengilegt fyrir alla, óháð internetþjónustu.

Hingað til hafa myndlyklar fyrir sjónvarpsþjónustu Símans aðeins virkað í gegnum þau kerfi sem við höfum samninga við eins og kerfi Mílu, Tengis á Akureyri og fjölda ljósleiðarakerfa í eigu sveitarfélaga víða um landið. En í haust mun engu skipta yfir hvaða net internetið kemur til þín, þú getur fengið Sjónvarp Símans.

Þannig getur hver sem er fengið myndlykil og notið þeirra yfir 7.500 klukkustunda af efni sem Sjónvarp Símans Premium hefur upp á að bjóða ásamt öðru efni sem hægt er að finna í sjónvarpsþjónustu okkar. Skiptir engu hvort að myndlykilinn sé tengdur beint í beini (router), yfir þráðlaust net eða yfir farsímakerfi. Hann bara virkar, einfaldara verður það ekki.

Við erum afskaplega spennt fyrir þessum breytingum, þær munu gefa enn fleiri heimilum kost á því að njóta alls þess frábæra efnis sem við bjóðum upp á.

Fylgist með í haust!