Allt

Sjónvarpsstjórinn mælir með

16/04/2018 • By

Framboðið af efni í Sjónvarpi Símans Premium eykst í viku hverri og enn fleiri þættir en áður koma inn strax daginn eftir að þeir eru frumsýndir erlendis.

Við ákváðum að rýna aðeins ofan í áhorfstölur á erlendu sjónvarpsþáttunum, margt forvitnilegt sem kemur þar í ljós. Shonda Rhimes, höfundur Grey’s Anatomy t.d. virðist alltaf slá í gegn, skiptir engu hvað hún hendir út því alltaf fær það áhorf.

Family Guy, sem hafa verið í framleiðslu í að verða 20 ár þó með hléum eru alltaf vinsælir og The Voice USA fær alltaf sitt áhorf ásamt auðvitað Bachelor, Bachelorette og Survivor, þeir sem fíla raunveruleikaþætti þurfa sinn skammt.

Við tökum hér saman 10 erlendar þáttaraðir sem gætu hafa farið framhjá þér, enda mikið efni í Sjónvarpi Símans Premium og því alltaf eitthvað sem fer framhjá manni. Maður hefur heldur ekki tíma fyrir allt og stundum nennir maður ekki að byrja á einhverju nýju. Í engri sérstakri röð viljum við benda á þessa þætti.

Station 19
Dramatísk þáttaröð úr smiðju Shondu Rhymes auðvitað. Þættirnir gerast í Seattle eins og svo oft í söguheimi Shondu og eru svokallaðir spin-off þættir úr Grey’s Anatomy. Sami söguheimur en annað fólk og í stað spítala og starfsfólksins þar erum við að fylgja eftir slökkviliðsmönnum.

Instinct
Alan Cumming sem margir muna eftir úr The Good Wife leikur hér háskólakennara sem aðstoðar lögregluna við að leysa flókin sakamál. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókaflokki Murder Games.

Billions
Þriðja þáttaröðin af Billions er farin að rúlla. Þættirnir hafa fengið mikið lof sem og verðlaun og hafa verið með þeim vinsælustu í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrri tvær þáttaraðirnar eru auðvitað inni nú þegar og bíða þín ef þú átt þessa veislu eftir.

For the People
Shonda Rhymes gott fólk! Nú eru það ungir lögfræðingar sem takast á í réttarsölum New York borgar.

The Good Fight
Aðrir spin-off þættir, nú úr söguheimi The Good Wife þáttanna sem margir muna eftir. Þættirnir byrja ári eftir að The Good Wife hætti og nú fylgjum við eftir Diane Lockhart sem var ein aðal aukapersónan í The Good Wife.

The Walking Dead
Gagnrýnendur eru á einu máli að The Walking Dead sé einhver óhugnalegasta þáttaröð allra tíma. Uppvakningar og aftur uppvakningar, algjör veisla fyrir þá sem hafa áhuga á slíku.

Family Guy
Kolsvartur húmor, rugl og vitleysa er einkennismerki Family Guy. Teiknimyndir fyrir fullorðna bara svo að það sé tekið fram.

The Voice USA
Vinsælasti skemmtiþáttur veraldar þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Þjálfarar í nýjustu þáttaröðinni eru Blake Sheldon, Adam Levine, Kelly Clarkson og Alicia Keys.

The Resident
Læknadrama af bestu gerð segja þeir sem horft hafa á. Sögusviðið er Chastain Park Memorial spítalinn í Atlanta þar sem læknar með ólíkar aðferðir og hugsjónir starfa. Matt Czuchry sem lék Cary Agos í The Good Wife fer með aðalhlutverkið.

Rise
Skemmtileg þáttaröð sem byggð er á sönnum atburðum og segir frá menntaskólakennara sem fær tækifæri til að blása lífi í leiklistarklúbb skólans. Aðalhlutverkið leikur Josh Radnor úr How I Met Your Mother.