Allt

Páskarnir í Sjónvarpi Símans Premium

27/03/2018 • By

Efnisveitan okkar Sjónvarp Símans Premium sér til þess að engum ætti að leiðast yfir páskana. Mikið af frábæru efni hefur bæst við síðustu vikur og daga sem ætti að gleðja alla aldurshópa.

Enn fleiri ævintýri úr draumasmiðju Disney hafa bæst við inn og má þarf helst nefna töffarann Vaiana, borgardýrin í Zootropolis, endurgerð The Jungle Book þar sem við fylgjumst með Móglí sjálfum ásamt Lísu í Undralandi og Pete´s Dragon.

 

Gudjohnsen er komin inn í Sjónvarp Símans Premium, allir þættirnir en í þeim gera æskuvinirnir Sveppi og Eiður Smári Gudjohnsen upp feril Eiðs Smára allt frá upphafi vinskapar þeirra í Breiðholti til Nou Camp með Messi í Barcelona ásamt öllum hinum liðunum. Frábærir þættir þar sem við sjáum Eið Smára í nýju ljósi og Sveppi fer á kostum sem sögumaður og fararstjóri þáttanna.

 

Ólafur Örn Ólafsson fer á Kokkaflakk en öll þáttaröðin er líka komin inn í Sjónvarp Símans Premium. Ólafur heimsækir nokkrar stórborgir heimsins þar sem íslenskir matreiðslumenn eru að slá í gegn. Hann gefur sig á tal við þessa frábæru fulltrúa lands og þjóðar, ræðir við þau hvaðan innblásturinn fyrir öllum þessum frábæra mat kemur ásamt því auðvitað að sýna okkur og smakka matinn. Tæknin gerir okkur því miður ekki enn kleift að leyfa ykkur að smakka. Kannski seinna.

Við viljum sömuleiðis mæla með Trúnó. Í þáttunum eru Sigríður Thorlacius, Emilíana Torrini, Ragga Gísla og Lay Low heimsóttar og þær fara um víðan völl og segja okkur frá tónlist sinni en það sem meira er, þær segja okkur frá stórum atburðum úr lífi sínu sem hafa haft áhrif á þær sem manneskjur sem og auðvitað tónlistarsköpun þeirra.

Í byrjun apríl kemur svo heil þáttaröð af nýjum þáttum, Strúktúr þar sem Berglind Berndsen fjallar um íslenska hönnun og arkitektúr frá a til ö.

Billions er svo loks byrjað að rúlla aftur en fyrsti þátturinn var að koma inn. Þættirnir hafa fengið mikið lof sem og verðlaun og hafa verið með þeim vinsælustu í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrri tvær þáttaraðirnar eru auðvitað inni nú þegar og mælum við sterklega með þeim fyrir þá sem hafa ekki kíkt á Billions.

Ef þú ert á leið í sumarbústaðinn geturðu auðvitað tekið Sjónvarp Símans Premium með þér. Hægt er að taka 4K myndlyklana okkar með og tengja við öll þráðlaus net ásamt því að við vorum að setja í loftið uppfærða útgáfu af Sjónvarpi Símans appinu fyrir snjalltæki (Android og iOS).