Allt, Sjónvarp

Nýtt viðmót í Sjónvarpi Símans

19/03/2018 • By

Nú er byrjuð að rúlla út hægt og rólega ný uppfærsla á viðmóti sjónvarpsþjónustu Símans. Í fyrsta holli fer uppfærslan til þeirra viðskiptavina okkar sem eru með SagemCom 4K myndlykil en þeir þurfa að endurræsa til að nýja viðmótið.

Við höfum unnið lengi að þessu nýja viðmóti og starfsmenn hafa verið með það í prófunum heima hjá sér síðustu mánuði. Það er ekki bara verið að uppfæra viðmótið sjálft heldur uppfærum við einnig hluta af bakenda til að allt virki betur saman.

Nýja viðmótið er hannað á þann hátt að allt það efni sem má finna inni í sjónvarpsþjónustu Símans, bæði okkar efni í Sjónvarpi Símans Premium, frá RÚV og Stöð2 njóti sín betur og auðveldara sé að finna nýtt efni til að horfa á eða halda áfram þar sem frá var horfið.

Um er að ræða nýtt útlit frá grunni. Stöðvar sem eru í háskerpu (HD) fara nú fremst í rásaval hafi viðskiptavinur valið að hafa HD efni sem sjálfgildi. Hafi það ekki verið gert er nóg að smella á Menu takkann á fjarstýringu, velja Mynd og hljóð og velja HD sem sjálfgildi.

Leit að efni er orðin einfaldari, öll flokkun á efni er skýrari og markvissari og allt sjónvarpsefni byggt á þínum áskriftum er dregið saman á forsíðu Sjónvarps Símans.

Textamál fá uppfærslu en nú verður ekki bara hægt að velja íslenska texta heldur einnig enska, pólska, sænska, danska og spænska svo eitthvað sé nefnt þar sem við höfum aðgang að slíkum textum.

Þegar horft er á línulega dagskrá hefur viðmótið verið uppfært sömuleiðis. Rásanúmer og dagskrárupplýsingar eru nú neðar á skjánum í stað efst ásamt því að dýpri upplýsingar birtast þegar flakkað er á milli rása. Tímaflakk er orðið öflugra, enn betra er að flakka á milli daga og dagskrárliða til viðbótar við ítarlegri upplýsingum um dagskrárefnið.

Þeir viðskiptavinir sem hafa uppfærðan Technicolor beini (router) eða SagemCom beini fá YouTube app í myndlykilinn. Sé viðskiptavinur með 4K sjónvarp er YouTube appið með 4K stuðning en annars spilast efnið í háskerpu eða lágskerpu allt eftir því í hvaða gæðum efnið er í á YouTube. Öll notkun á YouTube appinu telur sem notkun á inniföldu gagnamagni rétt eins og notkun á YouTube í tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu. Hægt er að kasta YouTube spilun af snjalltæki yfir á myndlykilinn sé snjalltækið tengt á þráðlaust net á heimilinu. Og ef þú skráir þig inn með þínum YouTube aðgangi eru þínir spilunarlistar og saga öll á einum stað.

 

Við erum afskaplega stolt og ánægð með þetta nýja viðmót, það er hannað og forritað af okkur og við því ótrúlega spennt að heyra viðtökur viðskiptavina okkar um þetta nýja viðmót í Sjónvarpi Símans.