Allt

Hvernig bæti ég þráðlausa netið mitt?

22/01/2018 • By

Fjöldi nettengdra tækja á heimilum fjölgar á hverju ári. Tölvurnar, símarnir, spjaldtölvurnar, leikjatölvurnar, sjónvarpið, AppleTV-ið, sous vide græjan og bara eiginlega allt er með þráðlausu neti í dag.

Öll tækin þurfa samband og það gott samband. Við finnum fljótt ef þráðlausa netið er ekki að standa sig, verðum pirruð enda viljum við öll að tæknin bara virki. En þetta er ekki alltaf svona einfalt.

Það er nefnilega margt sem hefur áhrif á þráðlausa netið heima hjá okkur.

Þráðlaus net eru bara útvarpsbylgjur, sem keyra á 2.4Ghz og 5Ghz tíðnisviði. 2.4Ghz tíðnisviðið nær lengra en ber minni hraða. 5Ghz aftur á móti nær styttra en nær miklu meiri hraða. Svo skiptir máli hvaða staðal af þráðlausu neti routerinn (beinir) þinn er að nota. Sé um mjög gamlan router að ræða styður hann mögulega ekki nýjustu tækni og þar með minni hraða.

Steypa, járn og stál, önnur þráðlaus tæki og nær flest allt hefur áhrif á þráðlausa netið. Allt sem er á milli þín og routers dempar merkið að einhverju leyti. Þess vegna vegna skiptir staðsetning hans öllu máli þegar kemur að því að ná góðu þráðlausu sambandi.

Þú vilt hafa router þannig staðsettan að hann sé miðsvæðis heima heima þér, þannig ætti merkið að berast sem best um allt En sé íbúðin eða húsið stærra en ca. 100 fermetrar og/eða á fleiri en einni hæð þarf oftar en ekki að auka fjölda senda til að þráðlausa netið verði sem best og nái sem víðast.

Við bjóðum nokkrar lausnir í þeim efnum og viðskiptavinir okkar fá afslátt af þessum búnaði.

Fyrir þá sem þurfa rétt að bæta merkið mætti benda á Movistar netpunktinn eða AirTies 4920 en hann má einnig fá í stærri útgáfum og eru þá tveir eða þrír í pakka. Allt eftir því hversu langt þarf að bera þráðlausa netið. Uppsetning á þessum tækjum er einföld og þráðlausa netið verður strax betra.

Þeir allra kröfuhörðustu geta svo skoðað Unifi sendana, þeir eru dýrari en bjóða upp á enn meiri möguleika, stillingar og slíkt fyrir þá sem hafa áhuga á því. En fyrir venjuleg heimili í almennri netnotkun myndu bæði Movistar og AirTies vera meira en nóg.

Kíktu í næstu verslun Símans, starfsfólk okkar er boðið og búið að finna út með þér hvað hentar best fyrir þig.