Sjónvarp

Stella Blómkvist í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans

10/01/2018 • By

Það er komið að því. Þættirnir um Stellu Blómkvist verða sýndir í línulegri sjónvarpsdagskrá frá sunnudagskvöldinu 14. janúar í Sjónvarpi Símans. Við hjá Símanum erum spennt að sjá hverjar viðtökurnar verða en nú þegar hafa þættirnir verið spilaðir 235 þúsund sinnum í Sjónvarpi Símans Premium.

Stella Blómkvist er einnig á leið úr landi. Viaplay, sem er ein vinsælasta efnisveitan á Norðurlöndum, sýnir Stellu Blómkvist frá febrúarmánuði. Sagafilm hefur unnið að alþjóðlegri útgáfu af Stellu og verða þættirnir ýmist sýndir erlendis sem sex þátta sería eða sem þrjár 90 mínútna sjónvarpsmyndir erlendis. Þeir verða sem sagt í svipuðu formi og hin fræga Millennium sería um Lisbeth Salander.

Þættirnir eru sex og verður einn sýndur í einu á sunnudagskvöldum kl. 21 næstu vikurnar, en þeir komu fyrst fyrir sjónir áhorfenda þann 24. nóvember síðastliðinn.

Stella Blómkvist var vinsælasti þáttur ársins 2017 innan efnisveitu Símans en Handsmaid‘s Tale, þættirnir sem hlutu verðlaun sem bestu dramaþættirnir á Golden Globe-hátíðinni í fyrrinótt, voru næstvinsælastir.

Fimm vinsælustu þáttaraðirnar árið 2017 í Sjónvarpi Símans Premium voru :

#1 Stella Blómkvist
#2 The Handmaid’s Tale
#3 Biggest Loser Ísland
#4 Ný sýn, (fyrri þáttaröð)
#5 Imposters