Allt

Samsung Galaxy Note 8

24/08/2017 • By

Í gær kynntu Samsung nýjasta tækið sitt til leiks, Samsung Galaxy Note 8. Tækið byggir á sömu hugmyndum og hinir frábæru S8 sem komu fyrr á þessu ári en eins og venjan er með Note tæki að þá er allt stærra og meira. Note tækin hafa alltaf verið stór og meiri um sig en símar almennt. Note línan á marga aðdáendur sem bíða spenntir á hverju ári eftir nýju tæki enda engin sími þarna úti sem hefur sömu möguleika í þessum stærðarflokki. Þegar maður hefur vanist Note tæki getur verið erfitt að snúa frá því.

Það er 6,3¨ Super AMOLED skjár í tækinu, engin smá stærð en þökk sé hönnun Samsung er tækið minna í hendi en maður hefði haldið. Framhliðin er bara skjár, lítið sem ekkert um annað á allri framhlið símans. Og á bakhliðinni eru tvær myndavélar, báðar 12 Megapixlar með hristivörn (OIS) en önnur er með víðlinsu (f/1.7) en hin er með aðdráttarlinsu (f/2.4). Myndavélin í Galaxy S8 er frábær, hér er sú tækni öll tekin á næsta stig. Myndavélin að framan er 8 Megapixla víðlinsa, tilvalin fyrir selfies!

Og hvað meira?

Átta kjarna Exynos örgjörvi, nýjasta kynslóð slíkra örgjörva er í Galaxy Note 8, 6GB af innra minni og 64GB geymslupláss ásamt SD minniskortarauf.

Note 8 er IP68 ryk og rakavarinn, Gorilla Glass 5 að framan, þráðlaus hleðsla, tengi fyrir heyrnartól og 3300mAh rafhlaða.

Forsala á Samsung Galaxy Note 8 var að fara í gang, tækin verða svo afhent 15.september og öllum forsölutækjum fylgir Samsung DeX dokka að verðmæti 19.990kr. Samsung Galaxy Note 8 kostar 149.990 kr.