Allt

Samnýttu gagnamagnið!

24/07/2017 • By

Þeim fjölgar stöðugt tækjunum á hverju heimili sem nota SIM kort og tengjast þannig hraðasta farsímaneti landsins.

Með með farsíma áskriftunum okkar er leikur einn að fá fleiri kort, fyrir aðra í fjölskyldunni, fyrir spjaldtölvuna, fartölvuna, veðurstöðina eða bara hvað sem er.

Fjölskyldukort er t.d. frábært fyrir betri helminginn eða unglingana en þau samnýta gagnamagnið með áskriftinni þinni ásamt því að fá endalausar mínútur og SMS.

Krakkakort eru svo tilvalin fyrir öll börn undir 18 ára aldri, þar er 1GB innifalið (hægt að auka gagnamagnið) ásamt auðvitað endalausum mínutum og SMS. Engar áhyggjur þarf að hafa af áfyllingum eða slíku, Krakkakortið bara virkar og er innifalið í áskriftinni og kostar því ekki krónu. Hægt er að fá allt að 11 Krakkakort. Öll kortin virka auðvitað með Roam Like Home.

Fyrir snjalltækin sem þurfa bara samband við internetið er Gagnakort svo málið en þar er einnig samnýtt gagnamagnið með áskriftarleiðinni þinni. Tilvalið í spjaldtölvuna, fartölvuna, 4G beininn eða MiFi-ið eða bara hvaða tæki sem er sem er með SIM korta rauf.

Svo er gott að muna að þeir sem eru með Spotify Premium hjá Símanum streyma allri tónlist á 0 kr. yfir farsímanetið okkar. Því er hægt að hlusta á alla heimsins tónlist án þess að hlustunin sé að éta upp gagnamagnið.

Allar nánari upplýsingar á siminn.is og hjá okkar frábæru ráðgjöfum í 8007000.