Allt

Soundboks

12/07/2017 • By

Það er nóg til af nettum ferðahátölurum sem geta græjað smá stemmningu þegar þess þarf en þeir græja ekkert meira en það. Þegar þarf að breyta smá stemmningu í partý og sturlun eða skella upp tónleikum kemur Soundboks til bjargar. Soundboks fer nefnilega upp í ellefu og skilar 119dB, það er MJÖG hátt.

Soundboks er ekki bara ferðahátalari heldur heilt hljóðkerfi sem getur búið til alvöru hljóð, með látum. Rafhlaðan endist og endist, í meira en 30 klukkustundir á hæsta styrk en hægt er að kreista út nærri 100 klukkustundir með lægri stillingum. En ef rafhlaðan tæmist er hægt að skella nýrri í boxið á sekúndum eða tengja það beint við rafmagn.

Hátalarinn er innblásinn af harðgerðum ferðaboxum tónlistarmanna og þolir högg og rigningu og því ætti íslensk veðrátta ekki að flækjast fyrir fjörinu. Soundboks er bæði hægt að tengja með snúru sem og bluetooth og einnig er hægt að tengja nokkra saman til að henda í eitt stykki útihátíð úti í garði.

Soundboks er tilvalinn í veiðina, bústaðinn, pallinn, garðveisluna, partýið eða bara í hvað sem er. Hann hljómar enn betur utandyra en innandyra enda hannaður fyrir aðstæður útidyra.

Á Facebook síðunni okkar erum við einmitt að gefa eitt Soundboks, endilega taktu þátt!

Sigraðu sumarið með Soundboks!