Allt

Hraðasta farsímanetið, aftur!

11/07/2017 • By

Farsímakerfi Símans mældist það hraðasta á Íslandi fyrri árshelming 2017 í hraðamælingum Speedtest, rétt eins og árið 2016. Þessari viðurkenningu erum við sko stolt af.

Meðalhraði á kerfum Símans eykst nokkuð sem er virkilega jákvætt þar sem hraðamælingar Speedtest eru gerðar af notendunum sjálfum og endurspegla því upplifun þeirra á farsímakerfinu og þeim hraða sem þau ná í símtækjum sínum hverju sinni.

Tæknimenn Símans segja þetta engin geimvísindi heldur er statt og stöðugt unnið að því að besta farsímakerfið með tilliti til hvar notendur eru hverju sinni og setja farsímasenda þannig upp að þeir þjóni sem flestum, eðlilega.

Speedtest hraðapróf Ookla sem er leiðandi hraðapróf í heiminum er ekki bara að mæla 4G kerfi Símans heldur farsímakerfið Símans í heild sinni óháð hvort að tengst sé yfir 4G eða ekki. Síminn hefur líka sett upp fjölda svokallaðra 4G+ senda en afkastageta þeirra er allt að 300 Mb/s sem er stórt stökk frá fyrstu 4G sendunum sem náðu 100 Mb/s hraða. 4G+ sendar eru til dæmis í miðbæ Reykjavíkur, á Akureyri og í Grímsnesinu.

Það er langhlaup að halda uppi stöðugu og hröðu farsímakerfi sem uppfyllir kröfur og væntingar þeirra sem það nota. Við erum hvergi nærri hætt og erum statt og stöðugt að bæta við sendum, uppfæra senda og gera allt sem við getum til að allir geti gert sitt yfir farsímanetið okkar.

Sigraðu sumarið á hraðasta farsímaneti landsins!