Allt

Roam like home hjá Símanum

14/06/2017 • By

Loksins tekur Roam like home gildi hér á landi en Evrópusambandið hefur unnið að þessu takmarki í skrefum í nokkur ár og loks er skrefið gengið til fulls. Roam like home þýðir að viðskiptavinur Símans getur notað sína farsímaáskrift rétt eins og hann væri heima hjá sér, hvort sem það er að tala í símann, senda SMS eða nota netið í símanum.

Þetta þýðir auðvitað mikla kjarabót fyrir viðskiptavini allra þeirra landa sem þetta nær til en það eru öll lönd í Evrópusambandinu sem og á Evrópska efnahagssvæðinu. Símafyrirtækjum allra þessara landa er þó leyfilegt að setja takmarkanir eða svokallað „fair use policy” eða ákvæði um sanngjarna notkun á gagnamagni til að koma í veg fyrir óhæfilega notkun eða misnotkun en við hjá Símanum ætlum þó ekki nýta þetta ákvæði fyrst um sinn.

Frá og með 15.júní er því ekkert álag eða aukinn kostnaður sem fylgir því að nota símann erlendis í þeim löndum sem Roam like home á við um.

Roam like home virkar sjálfkrafa þegar þú ert í landi sem það er virkt í, ekkert þarf að gera og síminn virkar bara eins og þú værir heima hjá þér.

Ferðapakkinn, áskrift sem margir viðskiptavinir Símans hafa nýtt sér dettur auðvitað út í Roam like home löndum en helst virkur í þeim löndum sem eru utan Roam like home eins og t.d. Bandaríkin, Kanada, Sviss, Tyrkland og fleiri.

Roam like home á við um bæði venjulegar farsímaáskriftir sem og netáskriftir þannig að 4G MiFi eða 4G router og SIM kortið í þeim græjum virkar eins og þú værir á tjaldsvæðinu í Reykjahlíð.

Ef engin innifalin notkun er í áskriftarleið þinni gildir sú verðskrá sem á við um hana, eins og þú værir heima á Íslandi.

Eina flækjustigið sem mætti kalla við Roam like home eru Frelsis notendur. Inneign í Frelsi virkar ekki erlendis en hægt er að skrá sig í þjónustuna Frelsi í útlöndum sem þýðir að öll notkun er þá greidd eftirá en ekki fyrirfram eins og Frelsis áskriftir virka. Ekkert er innifalið í þeirri áskrift og því greitt fyrir alla notkun erlendis eins og notkunin ætti sér stað hér heima.