Allt

Þú getur meira á hraðasta farsímaneti landsins

01/06/2017 • By

Það hefur aldrei verið auðveldara að nota snjalltækin og í raun hvað sem er á farsímaneti Símans, hraðasta farsímaneti landsins.

4G MiFi og 4G beinar eru einmitt á tilboði þessa dagana og því tækifærið núna að græja sig upp fyrir sumarið.

Þeir sem vilja enn betra samband í sumarbústaðnum þurfa beini (router) en hann er þarfasti þjónninn þegar kemur að góðu sambandi. Hægt er að tengja utanáliggjandi loftnet við beininn en beinirinn styður allt að 32 tæki í einu. Frábær í bústaðinn þar sem hann er bara alltaf í gangi og tryggir gott netsamband fyrir öll tækin sem þess þurfa.

MiFi er lítil græja sem SIM korti er skellt í og þannig býr MiFi-inn til þráðlaust net sem allt að 10 tæki geta tengst við og þannig komist á netið. Rafhlaðan endist í allt að 12 klukkustundir en svo er auðvitað hægt að hafa hana í sambandi við rafmagn. Gæti ekki verið einfaldara til að koma Sjónvarpi Símans, Netflix, YouTube og öllu hinu í snjalltækin í sumarfriínu.

Það er sniðugt að samnýta gagnamagnið í Endalausu áskriftarleiðunum okkar með því að bæta við Gagnakorti fyrir sumarbústaðinn. Þau henta til dæmis í MiFi-ið, beininn, spjaldtölvuna, fartölvuna eða bara öll snjalltækin sem hafa SIM korta rauf.