Allt

Sigfús Sigurðsson næstur í Nýrri sýn

01/06/2017 • By

Sigfús Sigurðsson handboltahetja verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld. Saga hans er áhugaverð og því þess virði að setjast við tækið.

„Ég stóð ekki uppi á bíl með 100 þúsund manns að fagna, nýkominn af ólympíuleikunum og sagði að fimm árum seinna ætlaði ég að vinna í fiskbúð. En ég verð nú að segja að það var töluvert gæfuspor,“ segir Sigfús Sigurðsson í þættinum og fer yfir ferilinn, sem var brösóttur í byrjun vegna vímuefnavanda hans.

Sigfús lýsir lífi sínu í dag og er þátturinn sá fjórði í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn, segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Söngkonan Svala Björgvins var í þeim fyrsta, svo Stefán Karl Stefánsson leikari, þá Karl Berndsen og nú Sigfús. Skot Productions framleiðir þættina fyrir Símann.

Viðtalið við Sigfús verður í sýndur í kvöld, fimmtudag kl. 20. Þættirnir bíða einnig í efnisveitunni Sjónvarpi Símans Premium fyrir þá sem vilja horfa þegar hentar.