Allt

4K – Ultra HD í Sjónvarpi Símans

12/05/2017 • By

Tímamót verða í sjónvarpsútsendingum á Íslandi í dag þegar að við setjum fyrstu 4K sjónvarpsrásina í loftið. Um er að ræða sjónvarpsstöðina InSightTV sem sendir út lífstílsefni allan sólarhringinn í fullri 4K upplausn á rás 50 í Sjónvarpi Símans.

Á mannamáli þýðir 4K útsending bara enn meiri myndgæði. Háskerpu má skipta upp í nokkra flokka og er 4K þar efst á blaði í dag. Venjuleg háskerpa kallast oft 720p, full háskerpa 1080p en 4K sem kallast einnig Ultra HD er með fjórum sinnum fleiri pixla á myndfleti en full háskerpa. Skýringamyndin hér að neðan sýnir vel hversu mikil aukning er hér á ferðinni.

Til að ná 4K útsendingum þarf að hafa nýjustu tegund af myndlykli Sjónvarp Símans sem styður 4K spilun og þessi auknu myndgæði sjást auðvitað ekki heldur ef sjónvarpið sem myndlykilinn er tengdur við styður ekki 4K.

Úrval á 4K efni og sjónvarpsstöðvum mun aukast hratt í náinni framtíð og við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þeirri þróun. Sjónvarp Símans er að minnsta kosti klárt og tilbúið í slaginn, í dag stígum við fyrsta skrefið í að koma enn betri myndgæðum heim í stofu.