Allt

Ný sýn í Sjónvarpi Símans

04/05/2017 • By

Ný sýn eru nýir þættir í Sjónvarpi Símans sem hefja göngu sína mánudaginn 8.maí klukkan 20:00. Fyrsti þátturinn er þó nú þegar kominn inn í Sjónvarp Símans Premium.

Þættirnir rekja sögu þekktra landsmanna sem allir hafa tekist á erfiða lífsreynslu. Í fyrsta þættinum segja Svala Björgvinsdóttir söngkona, Voice dómari, Eurovision fari og Egill Einarsson maður hennar frá alvarlegu bílslysi fyrir níu árum sem hafði varanleg áhrif á líf þeirra.

„Þegar maður horfist í augu við dauðann – Einar hefði getað dáið eða ég – hugsar maður; svona getur gerst á broti úr sekúndu. Þess vegna verður maður alltaf að nýta hvert augnablik,“ segir Svala.

Hugrún Halldórsdóttir stýrir þáttunum sem Skot Productions framleiða fyrir Símann. „Það sem situr eftir er lífsýn, viðhorf og baráttukraftur viðmælandanna,“ segir Hugrún. „Margt sem þeir hafa sagt er mér nú svo ofarlega í huga og ég vona að ég hafi smitast af styrkri lífssýn þeirra. Þó að kaflaskilin séu oft þung og erfið er tónninn í þáttunum fallegur og jákvæður og gæti hjálpað fólki í sömu sporum eða þeim sem lenda í því sama – því lífið getur jú breyst á einu augnabliki.“