Allt

Gleðilegt sumar frá hinum eilífa vetri í Fargo!

20/04/2017 • By

Við gætum ekki verið spenntari yfir því að þriðja þáttaröðin af Fargo sé hafin í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þátturinn sem aðdáendur þáttanna hafa beðið eftir allt of lengi er loksins kominn inn, degi á eftir frumsýningu í Bandaríkjunum.

Aftur snúum við í hinn eilífa vetur, kynnumst nýjum misheppnuðum persónum og þeirra raunum í þessum magnaða myndheimi sem Coen bræður sköpuðu með kvikmyndinni Fargo frá árinu 1996.

Ef þú hefur ekki séð kvikmyndina, sem vann tvenn Óskarsverðlaun á sínum tíma og 72 önnur verðlaun þarftu ekki að leita langt. Hún bíður þín inni í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrri þáttaraðirnar tvær bíða þín einnig, við getum ekki mælt nógu mikið með þessum frábæru þáttum.

Kvikmyndin tengist ekki þáttunum beint, og þáttaraðirnar tengjast ekki sín á milli en saman deila þær allar þessum ótrúlega Fargo myndheimi og aðstæðum sem við fáum ekki nóg af, né gagnrýnendur.

Ewan McGregor leikur aðalhlutverkin (já bæði aðalhlutverkin!) í nýjustu þáttaröðinni en hann fer með hlutverk bræðranna Emmit Stussy og Ray Stussy. Emmit er bílastæðakóngur og gerir það gott á meðan að Ray hefur það ekki eins gott og er bitur út í bróðir sinn sem hann telur hafa svikið sig. Ray ræður smákrimma til að ræna hús bróður síns en auðvitað fer allt í bál og brand eins og vill nær alltaf gerast í heimi Fargo.
Við segjum ekki meir, veislan bíður þín í Sjónvarpi Símans.
Góða skemmtun og gleðilegt sumar!