Allt

Sjónvarp Símans nú loksins fyrir alla

18/04/2017 • By

Sjónvarp Símans er nú komið til allra landsmanna, því fögnum við! Allsstaðar þar sem RÚV birtist í sjónvarpi á nú Sjónvarp Símans að nást líka. Sé hún ekki að birtast á að vera nóg að láta myndlykilinn leita aftur af stöðvum og í einhverjum tilfellum á endurræsing að duga, fer þó alfarið eftir því hvaða búnað er verið að nota til að ná útsendingum UHF dreifikerfisins.

Sjónvarp Símans sem áður hét SkjárEinn hefur verið frístöð, opin öllum sem henni hafa náð síðan haustið 2015. Úrval þátta og kvikmynda á stöðinni hefur aldrei verið meira og betra og á dögunum sömdum við hjá Símanum við Disney um að Sjónvarp Símans verði heimahöfn þessa kvikmyndarisa á Íslandi. Frozen var páskamyndin í ár og allt hið frábæra efni sem frá Disney kemur mun svo skreyta stöðina á næstu mánuðum. Tvær nýjustu Star Wars myndirnar verða sýndar í haust og mikið af þeim vinsælu teiknimyndum sem Disney hafa gert munu svo telja inn jólin.

Ásamt Disney er Sjónvarp Símans með efnissamninga við Twentieth Century Fox, CBS, NBC, Showtime og auðvitað Disney.

Fyrir þá sem eru að koma nýir að Sjónvarpi Símans bendum við sem dæmi á  The Voice USA, Billions og The Catch en af nógu er að taka. Næsta laugardag verður svo kvikmyndin The Hobbit: An Unexpected Journey á dagskrá.