Allt

Fréttir af 4G

18/04/2017 • By

Tæknimenn Símans eru stoltir af hraðasta farsímakerfi landsins og eru því á fullu að þétta og bæta 4G kerfið okkar.

Nú voru fjórir sendar að bætast við víðfemt netið okkar.

Búið er að setja upp sendi á Reyðarfirði við álver Alcoa ásamt því að búið er að þétta dreifikerfið á höfuðborgarsvæðinu með uppsetningu senda á Strikinu í Garðabæ, Tunguhálsi í Reykjavík og í hjarta Kópavogs sjálfri Hamraborginni.

Allir sendarnir styðja 150 Mbps hraða og eru gangsettir og til í slaginn nú þegar. Þétting og frekari uppbygging heldur áfram, slíkar aðgerðir klárast víst aldrei.

Látum fylgja með mynd frá Steinnýjarstaðarfjalli ofan við Skagaströnd. Hún tengist þessari færslu ekki beint en okkur þykir hún töff ásamt því að sýna við hvaða fáránlegu aðstæður okkar menn starfa oft við til að halda öllu gangandi og í lagi.