Allt

Samsung Galaxy S8

30/03/2017 • By

Samsung kynntu í gær Galaxy S8 og S8+, nýjasta flaggskip fyrirtækisins sem margir hafa beðið eftir. Það er ekki hægt að segja annað en að tækið sé að vekja mikla athygli enda mjög árennilegt á að líta. Ég var búinn að sjá tækin fyrir kynninguna og get með góðu móti sagt að þetta séu fallegustu snjallsímar sem að ég hef haldið á, þau eru fáránlega nett en samt svo stór sem er magnað hönnunar afrek. Skjárinn á tækjunum dregur mann að tækinu.

Fallegur álrammi umlykur 5,8″ og 6,2″ skjáina á S8 og S8+ og enginn rammi er utan um skjáinn til að tala um. Manni líður eins og maður sé að halda á einum heilum skjá þegar S8 er í hendi. 64GB geymslupláss, heyrnartólatengi, þráðlaus hleðsla og USB-C hleðsla. Heimatakkinn sem hefur verið á Samsung símum frá upphafi er horfinn og í staðinn er að hann komin á skjáinn og hluti af stýrikerfinu.

S8 og S8+ eru IP68 vottaðir og því vatns og rykvarðir að einhverju leyti.

Frábæra myndavélin úr S7 mætir hér uppfærð, í 12MP, með hristivörn og sjálfvirkum fókus og á að skila enn betri myndum ásamt því að hún er fljótari að taka myndirnar. Fingrafaraskanninn er aftan á símanun og svo er komin IRIS skanni sem nemur augun til að hleypa notandanum inn í símann. Myndavélin að framan er 8MP með sjálfvirkum fókus og því tilvalin „selfie” myndavél.

4GB af vinnsluminni er í báðum tækjum sem gerir það að verkum að síminn flýgur áfram í allri vinnslu með hjálp átta kjarna örgjörvans. 3000 mAh rafhlaða er í S8 en S8+ er með 3500 mAh rafhlöðu.

Forsalan er hafin á siminn.is. Forsölutækin verða afhent 21.apríl en almenn sala hefst svo 28.apríl.