Allt

Enn hraðara 4G

20/12/2016 • By

100% hraðaaukning á þremur árum er staðreynd þegar kemur að 4G kerfi Símans en nú keyrir kerfið á 200 Mb/s eftir að tæknimenn okkar og Ericsson hentu LTE Advanced, 4G+ eða enn hraðara 4G neti á mannamáli í loftið á nokkrum sendum. Enn frekari hraðaaukning er svo framundan en næsta stökk ætti að skila 300 Mb/s strax á næsta ári. Yfir 200 4G sendar eru komnir upp en Vallarhverfið í Hafnarfirði fékk heiðurinn á sendi númer 200.

4G kerfi Símans nær nú til 95,5% landsmanna sem við erum afskaplega stolt af. Af sendum í þeirri uppbyggingu sem nýlega hafa farið í loftið má nefna helst Kjalarnes og Mosfellsdal ásamt því að langdrægir 4G sendar voru settir upp á Borgarhafnarfjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Þorbirnir. Drægni slíkra senda getur verið allt að 100 kílómetrar og nýtast sjómönnum við landið vel.