Allt

Golden Globe verðlaunin

13/12/2016 • By

Þann 8.janúar í byrjun næsta árs fara Golden Globe verðlaunin fram. Í gær urðu tilnefningar til verðlaunanna öllum ljósar og erum við hjá Símanum afskaplega ánægð með að þættir í Sjónvarpi Símans Premium fá tilnefningar í öllum flokkum eða alls 19 tilnefningar. Það er nefnilega eitthvað fyrir alla í Sjónvarpi Símans Premium. Svo geta auðvitað allir glaðst yfir því að Jóhann Jóhannsson fær tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival.

Flestar tilnefningar fær The People v O.J. Simpson: American Crime Story eða alls fimm stykki. Öll þáttaröðin er nú þegar inn í Sjónvarpi Símans Premium.

The People v O.J Simpson eru leiknir þættir sem byggja á réttarhöldunum yfir O.J Simpson sem heimsbyggðin fylgdist öll með á sínum tíma. Frábærir þættir með einvala liði leikara.

This Is Us er með þrjár tilnefningar en allir þættirnir nema lokaþátturinn er í Sjónvarpi Símans Premium. Lokaþátturinn verður sýndur úti 10 janúar 2017 og ætti því að vera kominn inn til okkar strax daginn eftir. This Is Us eru frábærir drama-gaman (dramedy) þættir sem hafa slegið í gegn bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum í Sjónvarp Símans enda raðar þátturinn sér iðulega í toppsætið yfir þættina með mesta áhorfið.

 

Black-ish eru sömuleiðis með þrjár tilnefningar en þessir gamanþættir hafa fengið í gegnum tíðina fjölda tilnefninga og unnið til verðlauna. Stórleikarinn Laurence Fishburne hefur þótt fara á kostum en þættirnir fjalla um miðstéttar fjölskyldu og líf þeirra allt með gamansömum tóni enda gamanþættir. Tímaritið Rolling Stone sagði um þættina að þetta væru einu gamanþættirnir í sýningum sem fólk ætti að horfa á. Við þau orð getum við lítið bætt. Fyrstu tvær þáttaraðirnar eru inn í Sjónvarpi Símans Premium og allt af þeirri þriðju nema lokaþátturinn sem kemur eftir tvo heila daga.

American Crime fá tvær tilnefningar, sem besta serían (mini-series) og Felicity Huffman fær tilnefningu sem besta leikkonan. Báðar þáttaraðirnar eru í heild sinni í Sjónvarpi Símans Premium en þessum þáttum gef ég mínum hæstu meðmæli. Fyrri serían er frábær og svo vel leikin að mínu mati að fátt í sjónvarpi kemst nálægt því og sú seinni kemur svo enn sterkari inn með allt öðrum söguþræði en sú fyrri með nýjum persónum og engar tengingar eru á milli þáttaraða. Þetta eru því tvær ólíkar og ótengdar sögur undir sama hattinum sem er nafn þáttarins, sömu höfundar og sömu leikarar þó að þeir taki að sér allt önnur hlutverk.

Mr. Robot eru sömuleiðis með tvær tilnefningar. Rami Malek sem besti leikari í aðalhlutverki og gamla brýnið Christian Slater fær tilnefningu sem besti leikari í aukahlutverki. Mr. Robot eru frábærir þættir um Elliott sem er sérfræðingur í tölvuöryggi á daginn en tölvuhakkari á kvöldin. Hann er félagsfælinn, þunglyndur og haldinn kvíða. Hljómar kannski ekki eins og mesta skemmtun heimsins en það er þó þannig að þættirnir eru frábærir. Framvindan er ekki hröð heldur minnir á fyrri tíma þar sem söguþráðurinn opnar sig smám saman og því þarf að fylgjast með til enda. Fyrsta þáttaröðin er öll í Sjónvarpi Símans Premium og stutt í að sú seinni komi inn í heild sinni.

 

The Americans eru tvær tilnefningar en bæði Matthew Rhys og Keri Russell fá tilnefningar sem bestu leikarar í drama þáttum. Þættirnir gerast í kalda stríðinu og fjallar um hjón sem virðast vera afskaplega venjuleg hjón í Bandaríkjunum en eru í raun njósnarar fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB. Fyrstu fjórar þáttaraðirnar eru inni í Sjónvarpi Símans Premium.

Hinir frábæru Ray Donovan fá tilnefningu en aðalleikari þáttanna, sem einmitt leikur Ray fær tilnefningu sem besti leikarinn. Þessir glæpaþættir fá ótrúlegar viðtökur alls staðar og áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium bætast einmitt við þann hóp, þetta eru vinsælir þættir.

Þættirnir fjalla um Ray sem er tja, skulum bara kalla það reddara fyrir ríka og fræga fólkið í Los Angeles. Hann getur látið öll vandamál heimsins hverfa, nema sín eigin og um það fjalla þættirnir. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar eru inni í Sjónvarpi Símans Premium og sú fjórða langt komin en þættirnir bætast við einn af öðrum daginn eftir sýningu í Bandaríkjunum.

 

Jane the Virgin og Crazy Ex-Girlfriend fá svo líka tilnefningar í sama flokki en aðalleikkonur þáttanna fá þar klapp á bakið fyrir vel unnin störf í frábærum þáttum. Jane the Virgin eru klassískir grínþættir sem fjalla um Jane sem er trúuð vinnusöm stúlka sem verður ólétt fyrir mistök. Hún er nefnilega hrein mey. Bold and the Beautiful aðdáendur ættu að kannast við aðalleikkonuna en hún lék einmitt í þeirri langlífu sápuóperu. Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Jane the Virgin eru inn í Sjónvarpi Símans Premium og sú þriðja í gangi og bætast nýir þættir við daginn eftir að þeir eru sýndir úti í Bandaríkjunum.

Crazy Ex-Girlfriend eru gaman-söng þættir sem fjalla um ástina og lífið. Rebecca aðalsöguhetjan er lögfræðingur, lærði í góðum skóla og á framtíðina fyrir sér. En svo hittir hún fyrstu ástina sína úti á götu sem er að flytja í smábæ í Kaliforníu og hún ákveður í leit sinni að ástinni að flytja auðvitað þangað, fyrir algjöra tilviljun. Eins og maður gerir! Fyrsta þáttaröðin er inni í Sjónvarpi Símans Premium og sú seinni er í gangi og þættirnir bætast við eftir því sem þeir eru sýndir úti og bætast við daginn eftir.