Allt

Senn koma jólin – í Sjónvarpi Símans Premium

10/11/2016 • By

Við erum að gíra okkur upp fyrir jólin hér hjá Símanum. Við erum að undirbúa yfir 70 kvikmyndir til að setja í Sjónvarp Símans Premium og erum að hlaða nokkrum þáttaröðum inn.

 

Byrjum á þáttaröðunum

Lost

Sex þáttaraðir af þessum mögnuðu þáttum koma inn fyrir jólin. Sá sem hér skrifar hálf öfundar þá sem eiga þetta eftir. Þetta eru sex þáttaraðir og því mikið magn af efni og stundum sér maður ekki tilgang að klára en ég lofa ykkur að það er þess virði.

 

Brothers and Sisters

Sally Field, Calista Flockhart og Rob Love ásamt einvala liði leikara í frábærum drama þáttum um stórfjölskyldulífið. Það eru margir sem muna eftir þessum frábæru þáttum en núna eru þeir allir að koma inn í Sjónvarp Símans Premium.

Glee

Menntaskólakrakkar í skólakór dansa auðvitað og syngja hvenær sem ástæða er til. Margverðlaunaðir þættir sem fjölskyldan getur horft á saman.

Glee

 

Við erum að setja inn yfir 70 kvikmyndir í Sjónvarp Símans Premium fyrir jólin, eitthvað af þeim er að bætast við núna og við bætum svo við næstu vikurnar.

Af því helsta mætti t.d. nefna Hugh Grant þrennu í About a Boy, Four Weddings and a Funeral og Love Actually.

Meet The Parents, Meet the Fockers og Little Fockers þríleikurinn kemur ásamt Pretty Woman, When Harry Met Sally, Father of the Bride ásamt fullt af öðrum rómantískum gamanmyndum og fjölskyldumyndum. P.S I Love You, My Big Fat Greek Wedding, How to Lose a Guy in 10 Days, Win a Date with Ted Hamilton og auðvitað The Holiday.

Hugh Grant
Það ættu því flestir að fá eitthvað fallegt til að horfa á í Sjónvarpi Símans Premium fyrir jólin þetta árið. Það verða yfir 6.000 klukkustundir af efni komnar inn og nóg framundan. Sjónvarp Símans Premium fylgir með í Heimilispakka Símans.