Allt

Hvað er fólk að horfa á í Sjónvarpi Símans Premium?

04/11/2016 • By

Nú þegar nýbúið er að telja atkvæði þjóðarinnar í kosningum er ekki svo galið að við gerum slíkt hið sama nema í stað þess að telja atkvæði teljum við áhorf í Sjónvarpi Símans Premium fyrir október mánuð. Við erum ákaflega stolt af þessari mögnuðu efnisveitu sem inniheldur svona mikið af efni, af öllum stærðum og gerðum. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þarna inni. Sjónvarp Símans Premium fylgir svo með Heimilispakka Símans.

Yfir 5.500 klukkustundir af sjónvarpsefni og kvikmyndum má finna inni í Sjónvarpi Símans Premium og því dreifist áhorfið á ansi marga þætti en þó eru nokkrir sem skera sig strax úr, óháð kjördæmum og aldri áhorfenda.

Það er klárt að stjórnarmyndunarvaldið fer beint til Shondu Rimes skapara Grey´s Anatomy. En þetta sívinsæla læknadrama þar sem fylgst er með lífi og störfum læknanna á Seattle Grace sjúkrahúsinu. Grey´s Anatomy eru með yfirburða kosningu þegar kemur á áhorfi. Ellefu þáttaraðir af Grey´s Anatomy eru í Sjónvarpi Símans Premium. Þeir sem eru hrifnir af Grey´s Anatomy ættu þá að kíkja á Scandal, The Catch eða How To Get Away With Murder en það eru allt þættir úr smiðju Shondu Rimes. Scandal er án nokkurs vafa vinsælasti þátturinn af þessum þremur þó hann nái ekki sama fylgi og Grey´s Anatomy. Þá er auðvitað alla að finna í Sjónvarpi Símans Premium.

Greys Anatomy

Hawaii Five-O, lögguþættir sem eru endurgerð af eldri þáttum sem bandaríska þjóðin elskaði þá er í öðru sæti, en það stóð tæpt þar sem húsmæðurnar í Deseperate Housewifes eru örfáum smellum á fjarstýringunni frá því að taka annað sætið. Ólíkir þættir en báðir góðir á sinn hátt. Desperate Housewifes eru þó ekki lengur í framleiðslu en allar þáttaraðirnar má finna í Sjónvarpi Símans Premium.

 

 

Fjórða sætið fer til Ted Mosby, Marshall, Robin, Barny Stinson og Lily í gamanþáttunum How I Met Your Mother. Þeim lauk árið 2014 með síðustu þáttaröðinni sem var sú níunda í röðinni. Söguramminn í þáttunum er að Ted árið 2030 er að segja börnunum sínum hvernig hann kynntist móður hans og tekur það níu þáttaraðir að klára söguna en á milli kynnumst við auðvitað vinum hans og þá skal helst nefna Barney Stinson sem varð ótrúlega vinsæl persóna, leikinn af Neil Patrick Harris. Átta þáttaraðir eru í Sjónvarpi Símans Premium og loka þáttaröðin ætti ekki að vera langt undan.

barney

This is Us taka fimmta sætið en þessi glænýja þáttaröð hefur hrifið gagnrýnendur og áhorfendur um heim allan síðan hún hóf göngu sína. Frábærir þættir sem flokkast sem „dramedy” þar sem drama og gríni er skeytt saman í einn flokk. Sex þættir eru komnir inn hjá okkur en þeir bætast svo við alltaf daginn eftir að þeir eru sýndir í Bandaríkjunum. Við getum ekki mælt nóg með þessum þáttum.

Við teljum svo aftur í lok nóvember og þá er stóra spurningin hvort að áhorfið hefur breyst mikið. Sjónvarp Símans Premium fylgir með Heimilispakka Símans og ef þú ert ekki búínn að tryggja þér áskrift hvetjum við þig til að kíkja á Heimilispakkann.