Allt

Google Pixel

03/11/2016 • By

Eitt orð, ótrúlegur! er fyrirsögn margra dóma sem hafa verið að koma út um Google Pixel. Pixel er fyrsti síminn sem kemur beint frá Google. Áður var Google með svokallaða Nexus línu sem þeir fengu aðra til að framleiða fyrir sig en skiptu sér aðeins af hönnun tækjanna og því hvernig stýrikerfið þeirra, Android liti út.

Pixel er fyrsti síminn þar sem Google stýra bæði hönnun tækjanna, því sem í honum er og auðvitað hvernig Android er. Rétt eins og Nexus tækin áður keyrir Pixel á Android eins og það kemur beint frá Google, eins og hönnuðir og forritarar stýrikerfisins sjá það fyrir sér. Önnur Android tæki eru með annað útlit og möguleika sem framleiðendur þeirra tækja hafa bætt við en Pixel tækin keyra Android eins og eigendur þess sjá það fyrir sér.

Pixel keyrir nýjustu útgáfuna af Android, sem kallast Nougat. Rétt eins og Nexus tækin fær Pixel allar uppfærslur strax og þær eru í boði. Ekki þarf að bíða í marga mánuði eins og oft eftir uppfærslu á stýrikerfinu sem margir telja eitt stærsta vandamál Android fjölskyldunnar.

Google Assistant er svo kynntur til sögunnar, næsta skref Google í að reyna að aðstoða notandann sem mest. Helst þá þannig að einfalda lífið og koma með upplýsingar helst áður en notandinn fer að leita að þeim, Google Assistant lærir á þig og þú á hann.

Í Pixel er Snapdragon 821 örgjörvi, fjögurra kjarna og 4GB af vinnsluminni. Pixel er með frábærum háskerpu skjá og myndavél sem allir gagnrýnendur lofa, lofa og lofa. Sumir segja þetta bestu myndavél sem hefur verið í snjallsíma punktur!

Pixel er 5″ tæki en svo er til Pixel XL sem er að öllu leiti alveg eins nema að hann er stærri, 5,5″.

Mikil eftirspurn er eftir Pixel um heim allan og langir biðlistar eftir Pixel XL. Við erum þó komin með bæði 32GB og 128GB útgáfuna af Pixel og Pixel XL í verslanir okkar.