Allt

Hrekkjavaka í Sjónvarpi Símans

28/10/2016 • By

Þeir sem eru hrifnir af uppvakningum, blóði, innyflum, raðmorðingjum, hrollvekjum og öllu hinu ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Sjónvarpi Símans þessa hrekkjavökuna. Það ætti að vera auðvelt að valta yfir þessa þætti með ljósin slökkt, símann á silent og hjartamagnyl á kantinum. Eitthvað af þessu er ekki fyrir viðkvæma, það er bara þannig!

The Walking Dead

Það eru sex heilar þáttaraðir af þessum frábæru þáttum í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þátturinn í þeirri sjöundu er líka komin inn og þeir halda áfram að koma inn strax daginn eftir og þeir eru sýndir úti.

Vírus þurrkar út mannkynið og breytir sýktum í uppvakninga. Þeir sem eftir lifa og eru ósýktir þurfa að leita skjóls.

walkingdead

 

Hannibal

Flest þekkjum við Hannibal Lecter úr Silence Of The Lambs. Hér er Hannibal (leikin af Mads Mikkelsen) þá ungur sálfræðingur fengin til að aðstoða FBI við finna raðmorðingja sem gengur laus í Minnesota. Hannibal sjálfur er þá löngu byrjaður að stunda sín myrkraverk en þættirnir gerast þó áður en kvikmyndirnar sem við þekkjum um Hannibal Lecter.

Tvær heilar þáttaraðir eru inni í Sjónvarpi Símans Premium. Sú þriðja er ekki langt undan.

hannibal

 

Scream Queens

Svört og blóðug kómedía sem gerir grín að morðfaraldri í háskóla. Halloween drottningin Jamie Lee Curtis er meðal leikara ásamt John Stamos og Lea Michelle.

Fyrsta þáttaröð er öll inn í Sjónvarpi Símans Premium og nokkrir úr annari þáttaröð. Þeir koma svo fleiri inn einn af öðrum daginn eftir að þeir eru sýndir úti.

screamqueens

Penny Dreadful

Josh Hartnett og Eva Green leika hér í drama/hryllingsþáttum sem gerast í London á Viktoríu tímabilinu. Margar þekktar persónur eins og Dr. Frankenstein, Dorian Gray og Dracula koma fyrir.

Tvær heilar þáttaraðir eru í Sjónvarpi Símans Premium.

penny

 

Svo er auðvitað fullt af öðru frábæru efni sem passar fyrir Hrekkjavökuna, það er yrði allt of löng færsla að telja upp allt hið frábæra efni sem er í Sjónvarpi Símans Premium.

Sjónvarp Símans Premium er einmitt innifalið í Heimilispakka Símans, en einnig hægt að græja staka áskrift.