Allt

Nýtt í Sjónvarpi Símans í október

27/09/2016 • By

Í dag eru yfir 5,500 klukkustundir af efni inn í Sjónvarpi Símans Premium, þeir sem nota þjónustuna eru að leigja um 800.000 leigur á mánuði. Nóg er af drama, spennu, gríni og raunveruleikaþáttum ásamt öðru efni, þannig ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í október er nóg af frábæru efni á leið inn, svona af því helsta sem kemur nýtt í október mætti nefna:

Arrested Development
Af heilum seríum mætti helst nefna allar þáttaraðirnar af Arrested Development. 22 tilnefningar til Emmy verðlauna, Golden Globe verðlaun og þættirnir eru á hinum og þessum listum yfir besta sjónvarpsefni allra tíma. Algjörlega frábærir grínþættir sem fjalla um Bluth fjölskylduna og líf þeirra.

arresteddevelopment

24
Við bætum tveimur sólarhringum af Jack Bauer, Chloe og félögum í CTU inn þar sem þáttaraðir þrjú og fjögur koma inn. Fyrir þá sem ekki þekkja svaðilfarir Jack Bauer (leikinn af Kiefer Sutherland) að þá er hver þáttur klukkustund í lífi hans og þeirra verkefna sem hann þarf að leysa til að tryggja að Bandaríkin og bara heimurinn allur sé öruggur staður til að vera á. Hver þáttaröð er því 24 þættir, eða 24 tímar í lífi Jacks og samstarfsmanna hans hjá CTU (Counter-Terrorist Unit). Jack Bauer gerir allt sem hann þarf til að leysa málin, hann er ekki mikið fyrir að fylgja skipunum til að ná markmiðum sínum.

jackbauer

The Killing
Fjórða og síðasta þáttaröðin í The Killing kemur inn þar sem Sarah Linden og Stephen Holder rannsaka myrk sakamál. Byggir upprunalega á dönsku þáttunum Forbrydelsen sem margir þekkja þó strengurinn frá þeim sé löngu slitinn. Frábærir þættir sem allir unnendur sakamálaþátta ættu að kíkja á.

The Killing

Legends
Fyrsta þáttaröðin dettur inn í Sjónvarp Símans Premium þar sem við fylgjumst með Sean Bean í hlutverki Martin Odum sem starfar hjá FBI. Frá framleiðendum Homeland og 24 og því hefðin að gera spennuþætti til staðar. Kannski ekki frumlegustu þættir í heimi fyrir þá sem allt hafa séð en Sean Bean heldur þeim uppi með frábærum leik sínum ásamt Ali Larter.

Legends

This is Us
Sá þáttur sem margir telja að verði einn af þeim stærstu í vetur, splunkunýir „dramedy” (drama og grín) þættir þar sem segir sögu ólíkra einstaklinga sem öll eiga sama afmælisdaginn. Aðeins er búið að sýna tvo þætti af This is Us í Bandaríkjunum en báðir hafa fengið frábærar móttökur gagnrýnenda.

En það eru ekki bara sjónvarpsþættir og heilar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans Premium. Í október bætast 30 kvikmyndir við af öllum toga. Má þar til dæmis nefna hinar sígildu Pretty Woman, Grosse Point Blank, The Royal Tenenbaums og Turner & Hooch. Kvikmyndirnar 30 eru :

Pretty Woman
Runaway Bride
Turner & Hooch
The Royal Tenenbaums
Raising Helen
Can’t Buy Me Love
Green Card
The Proposal
Sweet Home Alabama
While You Were Sleeping
Evelyn
They Came Together
Keeping Mum
Monster’s Ball
Race To Space
The Prince and Me
Shattered Glass
Step Up
Waiting…
P.S. I Love You
The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy
Grosse Pointe Blank
Air Force One
Insomnia
The Hurricane
The Ladykillers
Evita
Mystery, Alaska
Father of the Bride
Father of the Bride II

pretty woman