Allt

Samsung Galaxy Note 7

16/08/2016 • By

Vinir okkar hjá Samsung kynntu Note 7 nýverið og forsalan er hafin. Forsölutækin komast svo í hendur eigenda sinna 9.september. Þó er vert að taka fram að takmarkað magn verður í boði fyrst um sinn og því verður mögulega ekki hægt að afhenda öllum sitt tæki þann dag, þá mun gilda að þeir sem keyptu tækin fyrst í forsölu fá tækin sín afhent fyrst. Með öllum Note 7 keyptum í forsölu fylgir Gear VR sýndarveruleika gleraugu á meðan birgðir endast. Um er að ræða nýja og uppfærða útgáfu af þessum mögnuðu gleraugum.

Note 7 er arftaki Note 5 sem þó aldrei kom í sölu í Evrópu þannig að tæknilega er Note 7 arftaki Note 4 sem reyndist fjölmörgum vel enda frábær sími. Note 6 hefur aldrei verið til, Samsung eru að samstilla vörulínuna sína og þannig eru öll flaggskipin núna númer sjö. Talan sjö er ein gildishlaðnasta talan í Biblíunni fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Note 7 hefur verið að fá frábæra dóma hjá tæknipressunni. The Verge gefa honum 9.3 af 10 sem er fáheyrð niðurstaða, segja þetta besta Samsung síma frá upphafi og besta „stóra” síma sem til er. Kollegar þeirra hjá Engadget gefa honum 92 af 100 mögulegum og segja þetta einn besta ef ekki besta Android síma frá upphafi.

Note 7 er með sama innvols og S7 nema að skjár, stærð rafhlöðu og geymslupláss er stærra og meira, Note tækin hafa alltaf verið stærri en hin flaggskip Samsung ásamt því auðvitað að penninn sem hefur einkennt Note línuna frá upphafi er á sínum stað nema nú enn betri og næmari.

Note 7 er með skjástærð uppá  5,7 tommur  á meðan S7 er 5,1 tommu sími, stærðarmunurinn er því nokkur. Note 7 er með rúnnaðar hliðar og því útlitslega á pari við S7 edge nema auðvitað stærri. Myndavélin frábæra úr S7 er á sínum stað og síminn kemur úr kassanum með 64GB geymsluplássi. Nýjung í Note 7 er svokallaður IRIS skanni en hann nemur lithimnu augans og er þannig enn eitt öryggistækið til að aflæsa símanum, fingrafaraskanninn er svo á sínum stað. Með IRIS skannanum má svo líka búa til læsta möppu og forritin sem sett eru þangað opnast þá aðeins sé raunverulegur eigandi símans að  nota símann.

Hönnun Note7 er svo þannig að síminn virkar ekki eins stór og hann hljómar, tækið er t.d. minna en Nexus 6P og iPhone 6s Plus þrátt fyrir að skjástærðin sé sú sama og á Nexus símanum og stærri en á iPhone 6s Plus. Hönnunin er að sama skapi uppfærð frá S7 símunum þannig að þeir eru enn þægilegri í hendi.

Note 7 er vatns og rykvarinn skv. IP68 staðlinum rétt eins og S7 og S7 edge.

Forsalan fer aðeins fram á siminn.is