Allt

Verum í sambandi í allt sumar!

14/07/2016 • By

Nú þegar EM er lokið og við á leið niður aftur úr skýjunum eftir ótrúlegt gengi strákanna okkar á mótinu leggja mörg okkar land undir fót, innanlands sem utan. Sá sem þetta skrifar mælir til dæmis sérstaklega með heimsókn í Mývatnssveitina, fallegri sveit er varla hægt að finna í heiminum.

Það er að mörgu að huga í fríinu, ekki bara að muna eftir veski, vegabréfi og góða skapinu heldur er nauðsynlegt að muna eftir hleðslutækjunum. Svo er líka ekki vitlaust að skoða Ferðapakkann okkar til að tryggja að símareikningurinn eftir frí í útlöndum komi nú ekki í bakið á neinun. Svo er sniðugt að heyra í okkar og skoða í sameiningu hvernig hægt sé að samnýta gagnamagnið sitt með snjalltækjum barnanna, 4G beini eða MiFi svo allir komist á netið.

Við eigum talsvert af tækjum sem gott er að hafa með í fríið, tækjum sem geta hlaðið á ferðinni, geta spilað tónlist fyrir alla að njóta eða bara fyrir þig á löngu flugi ásamt fullt öðru auðvitað. Hér er búið að taka saman brot af því besta.

Samsung Galaxy S7 og Galaxy S7 edge
Þessi tvö flaggskip Samsung, með myndavél sem allt getur, höggþolinn og vatnsþolinn og til í að grípa allt fríið þitt á mynd fyrir aðra að njóta á Facebook og Instagram. Minningarnar fá svo að lifa með þér og þínum um ókomin ár. Með öllum S7 og S7 edge fylgir Samsung orkukubbur til að hlaða tækið á ferðinni.

Xqisit Orkukubbur
Orkukubburinn er nauðsynlegur með í fríið, sértu ekki nálægt innstungu kemur hann til bjargar og getur hlaðið símann þinn nokkrum sinnum án þess að blikka. Fyrir Pokémon GO spilara er þetta þarfaþing, ekkert verra en að síminn drepi á sér einmitt þegar þú ert að ná Wigglytuff í Hlíðunum.

Bose SoundLink II Mini
Einn vinsælasti Bluetooth hátalari í heimi, getur spilað þráðlaust frá hvaða snjalltæki sem er. Hægt að tengja með snúru líka ásamt því að hann er með rafhlöðu og því tilvalinn í útileiguna eða bara út í garð á meðan verið er að bera viðarvörn á pallinn.

iGrill mini kjöthitamælir
Ekki láta steikina verða ofeldaða og þurra. Gleymdu lambalærinu bara á grillinu og farðu í frisbee við börnin eða nostraðu við sósuna í eldhúsinu á meðan. Kjöthitamælirinn sendir upplýsingar um hitastigið beint í símann þinn eða spjaldtölvuna og lætur vita rétt áður en réttum kjarnhita er náð. „Rólegur Ramsey” munu gestirnir segja við þig og heimta ábót.

JBL Pulse 2
Vatnsvarinn Bluetooth hátalari frá JBL sem ekki bara fyllir tjaldsvæðið af þinni tónlist heldur lýsir það upp líka, af því bara. 10 klukkustunda rafhlöðuending sem ætti að endast öflugustu partýpinnum.

Bose QC 25
Það er varla hægt að lýsa því hvernig er að vera t.d. í flugvél með þessi á höfðinu, þú ert einn í heiminum og heyrir hvorki í hreyflunum, flugþjónunum né barninu í sætinu fyrir aftan sem heimtar sælgæti. Þú ert bara að njóta þess að vera í fríi, það er ekkert flóknara. Bose heyrnartólin eru með einni bestu „noise canceling” tækni sem heyrnartól hafa upp á að bjóða og núlla því út nær öll umhverfishljóð þannig að þú heyrir bara það sem þú vilt heyra.