Allt

SkjárEinn verður að Sjónvarpi Símans

01/06/2016 • By

Í dag var SkjárEinn endurskírður Sjónvarp Símans en nýtt nafn endurspeglar umbyltinguna sem hefur orðið á bæði stöðinni og ekki síst Símanum sjálfum. Við höfum lagt mikla áherslu á afþreyingu og efni sem sést meðal annars á samningum um EM2016 en Sjónvarp Símans sýnir alls 25 leiki frá EM í opinni dagskrá en SíminnSport mun sýna aðra leiki. Sjónvarp Símans býr að efni frá öllum helstu framleiðendum heims; 20th Century Fox, Disney, CBS, Showtime og mörgum öðrum ásamt The Voice Ísland og Biggest Loser Ísland sem margir þekkja.

SkjárEinn flutti aðstöðu sína frá Skipholti í Ármúla fyrir rúmu ári og var dagskráin opnum öllum í október 2015. Þá stofnaði Síminn streymisveituna SkjárEinn hjá Símanum sem hefur fleiri áskrifendur í dag en SkjárEinn hafði áður sem áskriftarstöð. SkjárEinn hjá Símanum heitir nú Sjónvarp Símans Premium.

Yfir 5000 klukkustundir af efni má finna í streymisveitunni og notkun á henni hefur aukist gífurlega hratt en í maí var met slegið og yfir 600,000 spilanir framkvæmdar. Forsýningar, það eru þættir sem ekki er búið að sýna í línulegri dagskrá en eru aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium (áður SkjárEinn hjá Símanum) voru spilaðar yfir 100,000 sinnum.

Breytingin nær ekki bara yfir sjónvarpsstöðina heldur allar aðrar þjónustur. SkjárEinn er því Sjónvarp Símans, SkjárBíó verður að SíminnBíó, SkjárKrakkar að SíminnKrakkar og SíminnHeimur kemur í stað SkjásHeims. Hringnum er því lokað í dag og mætti segja að sameiningu félaganna sem að fullu lokið í dag.

Sjónvarp Símans sem sjónvarpsstöð verður áfram frístöð og opin öllum.

 

Sjónvarp Símans