Allt, Sjónvarp

Við förum öll á EM2016

22/04/2016 • By

Þann 10.júní hefst EM2016 í knattspyrnu og eins og allir vita er karlalandslið Íslands að fara að mæta í fyrsta skipti á stórmót. Það verða augu nær allra Íslendinga væntanlega límd við sjónvarpið, símann eða spjaldtölvuna þegar að Aron Einar fyrirliði Íslands tekur í hendi fyrirliða Portúgal sem við mætum í fyrsta leik. Fyrirliði Portúgals er Ronaldo, það er bara þannig. Hvílík byrjun á móti!

EM2016 er stærra en nokkru sinni áður, 24 lið taka þátt í stað 16 liða áður í alls sex riðlum og spilaðir verða 51 leikur. Þetta verður sannkölluð knattspyrnuveisla.

Karlalandsliðið í fótbolta

Mótið verður sýnt á tveimur rásum, SíminnSport og opnu leikirnir verða einnig sýndir á SkjáEinum. Bein útsending hefst a.m.k klukkustund fyrir hvern leik en eitthvað lengri útsendingar verða fyrir leiki Íslendinga enda standa þeir okkur nærri. Þorsteinn J. mun stýra útsendingum af sinni alkunnu snilld ásamt því að Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir taka stöðuna á mannlega þættinum enda svona mót miklu meira en bara fótbolti. Pétur Marteins verður sérstakur sérfræðingur ásamt því að vel valdir gestir munu líta við.

Gummi Ben mun lýsa helstu leikjum mótsins, besti lýsandinn sem við eigum og hefur hann verið fengin til láns frá 365 sem við kunnum þeim miklar þakkir fyrir.

Spilað verður klukkan 13:00, 16:00 og 19:00 að íslenskum tíma og hver dagur verður svo gerður upp í lok dags klukkan 21:15 í þættinum EM á 30 mínutum.

25 leikir verða í opinni dagskrá en 26 leikir munu þarfnast áskriftar. Áskriftarstöðin SíminnSport verður aðgengileg í Sjónvarpi Símans, á myndlyklum Vodafone og myndlyklum 365.

EM2016 kostar aðeins 6.900 kr og er aðeins um eitt verð að ræða, enga bindingu og óþarfi er að segja áskriftinni upp því hún rennur út sjálfkrafa að móti loknu.

Þeir sem tryggja sér áskrift fyrir 31.maí geta látið 500 kr renna til síns knattspyrnufélags, þannig styrkirðu þitt félag um leið og þú græjar áskrift að EM2016. Einnig mun heppinn áskrifandi verða dreginn út og vinna ferð á leik Íslands og Austurríkis.

Þú missir ekki af neinu með áskrift að EM2016