Allt, Sjónvarp

Nýjungar í Sjónvarpi Símans

05/04/2016 • By

Við hjá Símanum erum stolt af Sjónvarpi Símans enda þjónusta sem er þróuð innanhúss hjá okkur og af okkar fólki. Í þessari viku fer uppfærsla í loftið sem mun breyta ásýnd SkjáEins hjá Símanum ásamt því að nokkrir möguleikar bætast við fyrir alla sem margir hafa beðið eftir.

SkjárEinn hjá Símanum

Í SkjáEinum hjá Símanum eru nú nærri 5.000 klukkustundir af efni, sem einfaldlega bíður þín. Í uppfærðu viðmóti fyrir SkjáEinn hjá Símanum má nú auðveldlega finna allt þetta efni á einum og sama staðnum. Hægt er að stjörnumerkja þitt uppáhaldsefni þannig að það sé alltaf efst og því enn styttra en áður að komast beint í þína uppáhaldsþætti. Allir þættirnir eru þarna aðgengilegir á einum stað ásamt þeim kvikmyndum sem að SkjárEinn sýnir.

Við mælum með að stjörnumerkja þá þætti sem þið horfið hvað mest á, þannig er alltaf auðvelt að nálgast þá og viðmótið lætur vita þegar nýjir þættir bætast við. Sem er auðvitað bara snilld.

SkjárEinn hjá Símanum

Undir hverjum þætti er svo búið að einfalda hlutina þannig að auðvelt er að flakka á milli og Sjónvarp Símans sýnir hvert þú varst komin ef þú hættir í miðjum þætti, sýnir hvaða þætti þú ert búinn með og Sjónvarp Símans spyr svo hvort að þú viljir halda áfram í næsta þátt þegar að þáttur klárast.

Good Wife

 

Tímaflakk og VoD

Margir hafa beðið eftir tveimur smávægilegum breytingum í Sjónvarpi Símans er snúa að Tímaflakki og VoD. Þær kunna að vera smávægilegar en breyta ansi miklu fyrir marga. Nú er til dæmis hægt að segja Sjónvarpi Símans að halda áfram í Tímaflakki alveg þangað til að áhorfandinn stoppar það af. Sem þýðir til dæmis fyrir yngstu kynslóðina  að hægt er að skella fyrsta dagskrárlið barnatímans í gang og láta hann svo rúlla og rúlla, foreldrarnir geta því mögulega legið aðeins lengur upp í rúmi og jafnað sig í stað þess að þurfa að stökkva á fjarstýringuna eftir hvern þátt.

10

Að sama skapi er nú hægt að velja að allt efni í Tímaflakki og VoD sé spilað í HD (háskerpu) sé slíkt í boði. Þannig mun Sjónvarp Símans alltaf spila efnið í bestu mögulegu gæðum sem tiltæk eru, ef efnið er ekki fyrir hend í HD eru hefðbundin gæði spiluð en annars alltaf HD.

7

 

Það tekur nokkra daga fyrir uppfærsluna að ná til allra og mun hún birtast sjálfkrafa í Sjónvarpi Símans.