Allt

Samsung Galaxy S7

21/02/2016 • By

Á morgun mánudag byrjar í Barcelona stærsta fagsýning í heiminum er snýr að öllu tengdu GSM tækninni, allt frá farsímasendum, tækjum og öllu þar á milli. Núna rétt áðan héldu Samsung stærðarinnar viðburð í Barcelona þar sem Galaxy S7 og S7 edge voru kynntir til leiks.

ÚTLIT
Útlitslega eru símarnir eins og S6 og S6 edge nema aðeins er búið að þróa hana áfram og símarnir þægilegri í hendi. Skjástærðirnar eru 5.1″ (S7) og 5.5″ (S7 edge) og þó að S7 Edge sé 5.5″ að stærð er þægilegt að nota símann með annari hendi.

VIRKNI
Margir söknuðu minniskortaraufar og IP68 (vatns og rykþolni) í S6 og Samsung hafa svarað kallinu, S7 og S7 edge eru með rauf fyrir SD kort og IP68.

SKJÁRINN
Skjárinn er að vanda frábær, Samsung eru með vinningsformúlu í höndunum þegar kemur að Super AMOLED skjám en upplausnin er 2560×1440.

Myndavélin
Myndavélin er 12MP, með nýrri Dual Pixel myndvinnsluflögu og tækin taka enn betri myndir en áður og þá sérstaklega í aðstæðum þar sem birta er af skornum skammi. Myndavélin er sömuleiðis fljótari að ná fókuspunkti en áður og er með hristivörn svo að video séu nú stöðu og góð.

ALLT HITT
S7 og S7 edge eru með 4GB af vinnsluminni og skjárinn skartar AlwaysOn virkni sem þýðir að hægt er að sjá helstu upplýsingar án þess að kveikja á skjánum sem sparar rafhlöðu og flýtir auðvitað fyrir. S7 er með 3000mAh rafhlöðu en S7 edge 3600mAh, Samsung segja rafhlöðuendinguna talsvert betri en í forveranum S6. Símarnir styðja auðvitað fast charing og þráðlausa hleðslu.

Forsala á S7 og S7 edge er hafin frá og með núna. Með forsölueintökum fylgja Samsung Gear VR sýndarveruleikagleraugu að verðmæti 19.990kr. Forsölutækin verða svo afhent þann 8.mars.