Allt

Samsung Gear VR

22/01/2016 • By

Smelltu símanum í Samsung Gear VR gleraugun og þú gleymir stund og stað. Það er bara þannig. Sýndarveruleikinn er tæknin sem mest er talað um þessa dagana og talið að það verði tækni ársins, hvort að það verði svo kemur auðvitað bara í ljós en miðað við það sem er komið og á leiðinni er nokkuð ljóst að þetta verður stórt ár í VR heiminum.

Samsung Gear VR gleraugun eru mögnuð að því leiti að þau þurfa ekki öfluga tölvu eða snúrur hingað og þangað heldur er símanum (nokkrar týpur af Samsung símum passa í gleraugun) bara skellt í gleraugun, þau sett á sig og þannig hverfur maður í annan heim.

Hvort sem það er köfun í tærum sjó, að skoða geiminn, horfa á myndbönd eða að spila tölvuleiki er það allt leikur einn með Gear VR.

Gear VR nýta tækni Oculus en það er fyrirtækið sem er hvað fremst statt í þróun sýndarveruleikatækja.

Svona gleraugu fylgja einmitt með Samsung Galaxy S6 og Samsung Galaxy S6 Edge þessa dagana í öllum verslunum Símans og auðvitað á netinu.