Allt

Netflix á Íslandi

08/01/2016 • By

Loksins loksins. Netflix hefur loks opnað á Íslandi formlega og ekki er þörf á krókaleiðum til að nálgast þjónustuna. Hvort er svo betra, að nota krókaleiðir eða að nota íslenskan aðgang er svo allt annað mál en við fyrstu sýn virðist vera talsverður munur á efnisframboði á milli landanna sem var svo sem vitað enda staðan sú sama í fjölmörgum öðrum löndum.

En spurningin sem við erum mest spurð að. Hversu mikið gagnamagn notar Netflix?

Netflix velur HD straum sem fyrsta kost. Klukkutími af HD streymi er um 3GB en sé notað SD (venjuleg gæði) er klukkutíminn um 700MB (0.7GB). Sé lægsta stilling notuð (low) tekur klukkutíminn 300MB (0.3GB). Hægt er að stilla á sjálfvirkt val (auto) og þá velur Netflix þann straum sem hentar best hverju sinni.

Ef þú ert með sjónvarpstæki sem að styður 4K og horfir á efni í 4K (einnig kallað Ultra HD) tekur klukkutíminn 7GB.

Auðvitað vilja allir horfa í bestu mögulegum myndgæðum en við hvetjum fólk til að fylgjast með notkuninni.