Allt

Jólagjafahugmyndir

17/12/2015 • By

Enn ein jólin að ganga í garð og eins og áður höfum við gefið út jólablað sem sýnir brot af því besta sem hægt er að nálgast í verslunum Símans og á siminn.is. Það er hægt að finna eitthvað fyrir flesta í verslunum okkar, úrvalið nær yfir fleira en bara síma eða spjaldtölvur en allar eiga vörurnar það þó sameiginlegt að vera tæknitengdar, enda það eðli okkar reksturs.

Samsung Galaxy S6 Edge

Flaggskip Samsung á þessu ári ásamt S6 flötum sem er ekki með beygðum skjá ásamt svo S6 Edge Plus sem koma út síðar á árinu en þar er skjárinn stærri en á S6 og S6 Edge.

S6 er ekki bara fallegasti sími sem Samsung hefur gert heldur einnig sá öflugasti. Hraður í allri vinnslu, myndavél af hæsta gæðaflokki og frábær tær 5.1″ skjár gerir S6 að frábærum snjallsíma. Með öllum S6 Edge tækjum fyrir jólin fylgja Samsung Level On heyrnartól að verðmæti 34.490kr.
iGrill mini

Gjöfin í ár, fyrir bæði áhugamatreiðslumanninn á heimilinu og þann tækjaóða. iGrill mini er frábær kjöthitamælir sem hentar bæði á grillið eða í ofninn og tengist hann með Bluetooth við snjallsíma og spjaldtölvur og þannig er hægt áreynslulaust að fylgjast með hitastiginu á steikinni og áhyggjulaus hægt að sinna meðlætinu nú eða til að smakka til sósuna.

Snjalltækin láta vita þegar kjörhitastig nálgast og því hægt að setja sig í stellingar. Enginn ætti að klúðra nautalundinni, lambalærinu eða kalkúninum á gamlárskvöld með iGrill mini.
Kindle Paperwhite

Kindle er ekkert venjulegt tæki, það er ekki spjaldtölva þó útlitið gefi það til kynna heldur er Kindle svokallað lesbretti. Með sérstökum 6″ e-ink skjá sem sýnir ekki liti verður upplifunin af lestri á Kindle mjög svipuð og að lesa bók nema að Kindle er þægilegri í hendi en stórir doðrantar um seinni heimstyrjöldina eða langar ævisögur fyrrum stjórnmálamanna.

E-ink skjárinn þreytir ekki augun eins og birtan af venjulegum spjaldtölvum og snjallsímum á til að gera og því leikur einn að lesa heilu bálkana yfir jólin með Kindle.
Bose SoundLink II mini

SoundLink hátalarinn frá Bose er ekki bara fallegur á að líta heldur færanlegur því í hátalaranum er rafhlaða og því hægt að taka hann með út á pall, í sumarbústaðinn, útileiguna eða bara hvert sem er. Hátalarinn tengist þráðlaust við öll snjalltæki eða tölvur í gegnum Bluetooth og því þægilegt að streyma allri heimsins tónlist í tækið til dæmis með Spotify. En einnig er hægt að tengja hann á gamla mátann, með snúru. Soundlink II mini hefur fengið frábæra dóma víða um heim og því vel hægt að mæla með þessu frábæra tæki.

Google Chromecast

Hvað Chromecast gerir nákvæmlega getur verið erfitt að útskýra en í stuttu máli er um að ræða pínulítið tæki sem tengist við sjónvarpið þitt yfir HDMI (eins og myndlykilinn fyrir Sjónvarp Símans) og þannig er hægt að færa myndir, myndbönd og tónlist úr snjalltæki yfir í sjónvarpið. YouTube, Netflix, Hulu, Spotify og fullt fullt af þjónustum virka með Chromecast og þannig er hægt að skjóta næstum því hverju sem er yfir á sjónvarpið. Ef Chromecast stuðningur er ekki fyrir hendi í viðkomandi appi er alltaf hægt að spegla (mirror) allt snjalltækið yfir á sjónvarpið og þannig er málið leyst.