Allt

Nexus 6P

15/12/2015 • By

Síðan 2010 hafa Google gefið út svokölluð Nexus tæki. Tæki sem þeir hanna, velja íhlutina í og markaðssetja. Google hugsa Nexus tækin sem flaggskip Android, tæki sem sýna allt það besta sem Android heimurinn hefur upp á að bjóða.

Eitt það frábæra við Nexus tækin er ekki bara að þau hafa gott innvols og eru alltaf með nýjustu tækni heldur fá þau uppfærslur um leið og þær koma út. Nexus tæki koma úr kassanum með Android eins og Google búa það til, eða beint af kúnni. Ekki er búið að fikta, bæta eða breyta neitt stýrikerfinu og það er því alveg eins og Google, sem búa til Android sjá það fyrir sér. Mörgum finnst það stór kostur.

En þeir framleiða ekki Nexus tækin sjálfir heldur velja framleiðanda hvert ár til að gera tækin fyrir sig. Þannig hafa HTC (Nexus One), Samsung (Nexus S og Galaxy Nexus), LG (Nexus 4, Nexus 5 og Nexus 5X), Motorola (Nexus 6) og Huawei (Nexus 6P) skipt þessu á milli sín síðan Nexus línan kom á markað.

Einnig hafa komið út nokkrar spjaldtölvur sem hafa notið hylli, sérstaklega þó Nexus 7 sem Asus framleiddi fyrir Google. Svo má nefna Nexus Q kúluna sem hvarf jafnfljótt og hún var kynnt og Nexus Player sem er netspilari úr sömu átt og AppleTv, Amazon Fire TV og Roku.

Nú eru tveir nýjir Nexus símar komnir á markað, Nexus 5X sem kom í nóvember sem framleiddur er af LG. Af þessum tveimur nýju Nexus tækjum er 5X minni um sig enda ekki allir sem vilja þessa stóru síma sem hafa verið að ryðja sér til rúms.

Og loksins er stærri síminn, Nexus 6P kominn í verslanir. Sími sem margir hafa beðið eftir enda dómar um tækið nær einróma, að hér sé um ræða einn besta ef ekki besta Android símann á markaðnum í dag.

Síminn er framleiddur af Huawei fyrir Google og með öllu því besta sem snjallsímar í dag bjóða uppá,

  • Skjástærð 5,7″ (518 ppi)
  • Gorilla Glass 4
  • Tveir fjögurra kjarna örgjörvar (2Ghz / 1.55Ghz)
  • 12.3MP myndavél, laser auto-focus
  • Fingrafaraskanni