Allt

Litið um öxl með Spotify

10/12/2015 • By

Spotify eru ekki bara á hverjum mánudegi að mæla með sérsniðnum lagalistum fyrir þig eða benda þér á listamenn sem þú ættir að hlusta á út frá þinni hlustun. Í kringum árslok hafa þeir líka skellt í uppgjör sem sýnt er út frá þinni hlustun og þannig er árið gert upp. Nú er ársuppgjörið fyrir það herrans ár 2015 komið í loftið.

Hægt er að sjá hvað þú varst að hlusta á eftir árstíðum, tekið saman hvort að þú hlustaðir meira eða minna miðað við árið í fyrra og auðvitað sýnt myndrænt og með hljóði hvaða tónlistarmenn og plötur þú varst að hlusta mest á þetta árið og meira til.

Prófið endilega Spotify Year in Music, það er skemmtilegt!

Spotify Year in Music